23.10.2008 | 07:44
Núna þarf maður bara að tala um jákvæða hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 13:06
Nato æfing í desember.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 18:24
Núna skiptir tíminn hrikalega miklu máli hér á Íslandi....
Það hefur komið fram í fjölmiðlum að allir íslendingar sem búa erlendis eru komnir í þrot með fjárhaginn og fólkið hér heima er farið að missa eigur sínar. Nýjasta björgun sem maður les í blöðunum er hugmynd F lista manna að frysta álögur á lánum, það virðist vera gáfulegt að hjálpa öllum en ekki bara þeim sem tóku gengislán. Því miður veit ég ekki hvort lögin leyfa þetta en ég vona það alla vega. Fólkið sem er við nám úti þurfa að fá hlutina í lag eins hratt og auðið er, annars endar það bara með uppgjöf og kemur heim með allan fjárhag í mínus. Það er ekki til störf á markaðnum þannig að það er gott ef fólk hellir sér út í nám í dag.
Annað sem maður er farinn að sjá meira af, samstarfsflokkar í ríkisstjórn eru farnir að túlka hluta misjafnt og lítur þetta klaufalega út. Núna er hætt á að fólk fari að missa traust á samstarfið og hugsar um stjórnarslit. Eins og áður þá verð ég styðja ríkisstjórnina í gegnum þetta verkefni og ég vona að formenn stjórnarflokkana heyri mína bæn. Það er ekki ábætandi á ástandið að slíta sambandið á milli þeirra því við verðum að fá hlutina hratt í lag og fara svo í naflaskoðun þegar flest er komið í fastar skorður. Hvenær það verður búið veit ég ekki, kannski aldrei á meðan ég lifi.
Ef ég fer að hugsa aftur hvort eitthvað annað samstarf geti gert betur, þá er ég enn efins að það efni sé til í dag. Það virðist vera spilling í öllum flokkum og margir minni flokkar geta ekki einu sinni unnið saman innan flokksins, þá er ég að tala um F listann og B listann, það er eintómtómir fellibylir í þessum flokkum. Það er nú lítið eftir nema vinstri grænn og stjórnin sem er núna. Mér skilst að formaður vinstri grænna og Halldór Ásgrímsson hafi nú hagnast verulega þegar alþingi samþykkti kvótamálið, þannig það eru allir að græða af aðstöðu sinni á þingi. Eflaust er meira til af svona málum í öllum flokkum.
En eins og alltaf þegar maður pikkar þetta inn þá er þetta mín skoðum sem hljómar kannski ekki vel í þín eyru, þá er bara að koma með gagnrýni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 14:01
Á að reka hann ??
Maður sér á öllum íslenskum miðlum að fólk er að krefjast uppsagna á ráðamönnum í seðlabanka og vill jafnvel segja upp ríkisstjórninni. Hefur eitthvað að þessu fólki sem vilja þessa uppsagnir spekúlera hvað kemur í staðinn. Það er margsannað mál að seðlabankastjóri er ekkert nema pólitísk staða og stjórnar meira en menn vissu og ég sé það ekkert breytast. Það reyna allir að koma sýnu fólki að, annað heiti yfir þessu er "spilling" auðvitað eigum við ekki að þola það mikið lengur.
Þegar maður fer að hugsa um aðra stjórn, hmmm, já kannski eða nei það er ekki hægt. Einmitt það er ekkert annað betra til í dag. Ég held að það sé langbest að leyfa þeim að klára þetta og kjósa frekar aftur seinna eða þegar það á að gerast eftir nokkur ár. Það græðir engin á því að brjóta upp stjórnina, það lamast landið og þá er ég að meira enn meira en það er í dag. Einn möguleiki er að vera með þjóðstjórn, hvað er það ??? er það ekki bara eitthvað sem mun aldrei virka þar sem engin er sammála neinum og ekkert fer í gegn. Áttar fólk sig ekki á því ef á að kjósa á þingi sem núverandi stjórnarandstaða vill fer aldrei í geng þar sem samstaða á milli sjálfstæðisflokks og samfylkingar er en þá traust.
Mín persónulega skoðun er sú að ég vil ekki 3-5 flokka stjórn. Ég tel betra að kjósa frekar aftur, hvenær sem það verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 20:35
Afhverju er ekki hægt að hjálpa mér ??
Ég hafði samband við minn viðskiptabanka þar sem ég er með lánið á íbúðinni. Spurði kurteisilega hvað þeir vildu gera til að hjálpa mér með mínar erfiðu greiðslur. Þá var ég spurður hvort ég væri með gengislán og hváði ég svo ekki vera. Svarið kom strax, því miður þá er þetta bara fyrir þá sem tóku áhættu og er núna búnir að kúka upp á bak sem fá hjálp´, síðan hélt hún áfram "þú getur sent inn umsókn og skotið því fyrir nefnd, en taktu eftir, það eru bara þeir sem eru algjörlega dúmd sem fá aðstoð. Frábært, ég sem tók ekki séns og var skynsamur (sést í dag) að fara öruggu leiðina og er ekki kominn í þrot en er samt að hugsa um framtíðina svo ég verði ekki "dúmd". Því miður borgar það sig ekki ef maður vill fá aðstoð eins og þeir sem eru með allt niðrum sig. Hljómar það ekki svona bankastjóralegt að vera búinn að klúðra öllu og ríkið hleypur undir bagga þar.
Því miður sé ég að ég var ekki alveg nógu skynsamur að staðgreiða ekki allt sem ég keypti, hvernig sem ætti að fara að því. Segi eins og Páll Óskar, ekki kaupa neitt nema eiga pening til fyrir því. Smá galli við það er að þú eignast ekki neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 20:27
Ertu áskrifandi af þjóðinni og getur ekki hætt því.
Hvað þarf að gera til að fá besta verðið á sjónvarpsefni ???? Jú, þú þarft að binda þig í heilt ár, hvað gerist þegar kreppan kemur og þú ætlar að spara??? Ég hafði samband við áskriftadeildina og þeir sögðu bara " því miður er ekki hægt að rifta þennan samning". Ok, krakkarnir vöru hrikalega ánægðir. Nú spyr ég sjálfan mig, ríkið vill hjálpa fólki vegna vandamála sem við erum í dag, er möguleiki að ég þurfi ekki að greiða af Rúv ???? Frysta afnotagjöldin .... hvernig væri það ??? Hvernig væri að borgin sýni frumkvæði og lækki fasteignagjöldin og taki burtu skítaskattinn sem átti að vera í stuttan tíma. Alla vega eru nokkur dæmi sem geta hjálpað mér til að spara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 22:38
Þjónusta, hversu góð á hún að vera ???
Þjónusta á Íslandi er fáránlega góð. Ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu síðan 1989 eftir töluvert flakk um landið. Ég hef kynnst þjónustu út á landi sem er frekar rólegt þrátt fyrir einhverja hluti vanti, það var einna helst að mjólkurbúðin var aðal málið klukkan 18 á föstudögum. Þegar ég kem suður þá var allt frekar rólegt hér, matvörubúðir voru lokaðar um 18 og opnar stutt á laugardögum. Kaupmaðurinn á horninu var til ef nauðsýn væri að fá eitthvað á rándýru verði. Núna erum við með allt opið langt fram á kvöld og sumar verslanir eru opnar 24/7 og enga kaupmenn. Því miður eru þessar verslanir að bjóða jafn dýrt verð og kaupmaðurinn á horninu, er einhver þörf á þessum opnunum ??? Þegar við erum að tala um kreppu, þá þurfum við að draga saman í þjónustu. Eftir að ég fór að finna fyrir kreppu þá fór ég að hagræða í innkaupum og fækka ferðum í verslanir. Alveg sama hvaða verslun sem ég þarf að fara í get ég klárað fyrir kl 18.
Hvatning okkar á að vera til lækkunar á vöruverði og ein leið þess er lokun verslana á eðlilegum tíma. Minni álagning og ekki veitir af. Álagning hjá verslunum er nógu há núna þar sem gengið hefur farið upp um 40-45% Til að fólk skilja hvert ég er að fara með þetta sýni ég smá dæmi:
- varan kostar úti 1000 + flutningur 200 + vsk 294 = 1494 x 100% álagning = 2988 (álagning er 1494)
- varan kostar úti 1400 + flutningar 300 + vsk 416 = 2116 x 100% álagning = 4232 (álagning er 2116)
- Munurinn er 622 krónur sem við borgum meira fyrir hlutinn, ætti álagning ekki að minnka hjá verslunum ????
Endilega skoðið hvort vara lækki þegar gengi fer niður, við erum einu aðilarnir sem getum sniðgengið vöru sem okkur þykir vera of dýrar. Ég mæli með sparnaðarsíðunnu hjá Dr. Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 17:17
Ert þú að græða á kreppunni ???
Því miður eru fyrirtæki að nota kreppuna sér til framdráttar með þjónustugjöldum. Ég er einn af þeim sem er með bílalán. Greiðslur hafa þyngst hjá mér og ég fór að kanna hvað fyrirtækin eru að bjóða þar sem ósk er frá ríkisstjórn að fyrirtæki létti eins mikið og hægt er hjá hinum venjulega manni með því að létta greiðslur. Ágætis framtak ef þau gera það, en skilar það sér ?? Ég talaði við Lýsingu og Glitni og fékk fleiri spurningar í kollinn en svör eftir þessi samtöl. Lýsing veit ekki hvað þau eru tilbúin að gera en sendu mér umsókn sem ég þyrfti að fylla út og það færi svo fyrir nefnd. Neðst í umsókninni var tekið fram að þetta myndi kosta mig 10.000 krónur. Glitnir voru komnir með tillögu en hún var ekki full unnin, það sem þeim datt í hug var að gefa mér 4 mánaða léttari greiðslu, það er að segja að ég átti að greiða sömu upphæð og ég var með fyrir ári síðan og mismunurinn myndi fara á höfuðstólin með tilheyrandi vöxtum. Kannski er þetta sanngjarnt en ég er ekki alveg búinn að hugsa þetta til enda þar sem ég fékk svo sjokkið í lok símtalsins, þetta mun kosta mig líka 10.000 krónur.
Ok, er ég að misskilja þetta eitthvað, er þetta sanngjarnt eða er þetta önnur leið að fátækir verða fátækari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 19:55
Það kom að því ....
Golfið að byrja, mér til mikillar hamingju er ég loksins kominn í félagatölu hjá góðravinahópi. Núna er minn saumaklúbbur kominn af stað, kominn tími til. Þetta er félagsskapur sem er mikill metnaður og er þetta hópur sem fer um allt land og er meira segja með ferðir erlendis. Loksins er maður kominn í klúbb meðal karlmanna og ætti þetta að byggja undir sjálfstraustið. Ekki veitir manni af að verða meiri karlremba þar sem maður er búinn að vera undir hælnum á sambýliskonunni síðustu 15 ár. Eins og pólitíkusarnir segja "minn tími mun koma" og þetta er hann.
Núna er ráðist á forgjöfina á fullum krafti, ekki veitir af
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 19:44
Núna er komið að aðal keppninni.
Þetta er algjör snilld, hvenær hélt ég að ég þyrfti að hugsa eitthvað um línurnar. Er ráðsettur tveggja drengja faðir og eintóm gleði. En maður veit samt aldrei hvað gerist, jú núna ákveða vinnufélagarnir að fara í keppni. Þessi keppni gengur út á að megra sig, jamm satt. Það eru verðlaun fyrir sigur og skammarverðlaun fyrir tapið (einhver niðurlæging). Núna þarf ég allan þinn stuðning og þarf að fá ábendingar hvernig ég get létt mig á næstu 8 vikum. Það eru stöðutékk reglulega en endirinn skiptir mestu máli. Útreikningur byggist á % útreikning og sá sem er með stærstu % vinnur.
Endilega settu inn tillögur þínar í athugasemdir.
"Koma svo"
Kveðja
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)