Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.4.2008 | 11:45
Vá, þetta gerist hratt
Ég var ekki fyrr búinn að sleppa orðunum um hversu rólegt væri hér á landi, engin mótmæli eða leiðindi í umferðinni. Viti menn, það var allt vitlaust í gær og í enn meiri læti í dag. Löggan farin að nota táragas og allskonar tól og tæki á blessuðu bílstjórana, eigum við kannski að kalla þá hryðjuverkamenn ???? Núna hlýtur einhver að vakna á þingi, spurningin er sú, verður það til að taka mark á vörubílstjórum eða fá löggugalla til að skjóta táragasi. Ég spyr, er ég á Íslandi ???? Svona hrikaleg áttök vegna hluta sem ég tel alþingis menn geta lagað án sérsveitar. Það þarf bara einhver að vinna heimavinnuna sína.
Guðmundur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 09:20
Hvað getun við gert ??
Ég var að hlusta á talsmann vörubílaeigenda og hann var að segja öllum að taka þátt í þessum mótmælum, ég spyr, hvernig á ég að gera það ??? Á ég að fara á mínum litla bíl og nota litlu flautuna mína ?? Er ekki spurning að gera eitthvað annað en stoppa umferð !!! Því miður kann ég ekki á svona lagað en ég tel þörf á framkvæmdum svo allir sjái hvert stefnir. Hvernig er með verkalýðsfélögin, af hverju heyrist ekkert í þeim ??? Þau hafa verið að nota verkföll til að ýta undir hærri laun, er ekki rauða strikið fallið ??? Síðustu samningar voru bara fyrir þá sem skiptu ekki um starf í fyrra og fengu ekki kauphækkun. Eina sem ríkið gerir er að auka tekjur ríkissjóðs til að stjórnin líti vel út og þeir þykjast framkvæma svo mikið en samt gengur allt hrikalega hægt, sjáum t.d. reykjanesbrautina. Mér finnst eins og ríkisstjórnin haldi að við getum ekki snert þetta lið, en það ætti að vita hverjir eru að kjósa þetta lið á þing. Ef ríkisstjórnin getur ekki gert neitt þegar það er undir pressu almúgans þá á hún að gera eitthvað þess á milli. Ef ríkisstjórnin heldur að hún geti bara kennt okkur almúganum um, þá er það mikill misskilningur. Hvernig væri að þeir fari að taka afleiðingum á misstökum sínum og segi af sér með skömm eins og við hin, ef einhver venjulegur launþegi geri misstök þá er hann rekinn, ef fyrirtækiseigandi gerir eitthvað vitlaust þá fer hann á hausinn, en ef alþingismaður gerir misstök, þá er það í lagi....hvernig stendur á því ???
Guðmundur
10.4.2008 | 21:53
Ekki líst mér á framhaldið
Hvernig gengur þetta hjá samgönguráðherra út þetta kjörtímabil?? Ég sá hann ræða um reykjanesbrautina, hann skýrði út afhverju þetta umtala slys þar sem Svala Björgvins slasaðist. Það var svo sem ágæt skýring sem hann fór með og sem hann fékk fá lögreglunni. EN ég spyr, ef allt kerfið hefði virkað þá væri búið að tvöfalda brautina og það minnkar það slysahættu. Það verða alltaf slys en auðvitað á ekki að draga verkefnið svona. Ef útboðsreglur verða að bíða í 52 daga til að klára útboð, þá er eitthvað að. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona vitleysu. Mér skilst að það sé valið út verktaka í verkefnin og meira segja er skoðað bókhaldið. Þarna stóð nefndin sig ílla, aðilinn sem átti að klára þetta verkefni fór á hausinn, Er ekki spurning að verktakar þurfi að sýna fram á stöðuleika til að geta klárað verkefnið og það er farið fyrr inn í þetta svo hluturinn gangi upp. Ég sem er að greiða til ríkisins heimta eftir lagfæringu á þessu sem allra fyrst.
Getur einhver sagt mér hvað þetta fólk er að gera á þinginu, við verðum að fá meiri trúveruleika á okkar alþingismenn. Það gengur ekki að vera í stjórnarandstöðu og gaspra í alla fjölmiðla og segjast vilja gera þetta öðruvísi ef það fengi að ráða. Um leið og þeir komast í ríkisstjórn þá standa þeir ekki við stóru orðin. Er þetta lið í lagi ????
Guðmundur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 19:32
Samúel Örn sest á þing
Loksins er þetta að fara í gegn hjá stráknum, hann var tekinn sérstaklega fyrir í áramótaskaupinu fyrir að vera inn eða úti alla kosninganóttina. Vonandi hans vegna gerir hann ekki neitt af sér á meðan. Framsóknaliðið er nú ekki gáfulegt þannig að ég býst ekki öðru en hann klúðri ekki einhverju.
Guðmundur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 08:00
Fljúgandi stjórnmálamenn
Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn eru farnir að vera svokallað þotuliðið. Það er ekki gaman að sjá að forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru að biðja íslendinga til að spara en eyða sjálf miklum peningum. Mér þykir hrikalegt að sjá hvað aðstoðarkonan hans Geirs, Gréta Ingþórsdóttir segir kostnaður hafi aukist um 100.000 - 300.000 krónur. Voðalega er þetta skrítið svar, gat hún ekki sagt bara nákvæma tölu hvað kostnaðurinn jókst mikið. Það er greinilegt að þau hafi ekki skipulegt þetta nógu vel og hafa bara farið auðveldu leiðina. Síðan þykir mér leiðinlegt að heyra aðra aðila finna leið til að afsaka þetta, telja fram tíma og þægindi. Ég hef ferðast erlendis og hef séð marga vinna meðan þeir bíða og mér skilst að það sé nóg að lesa þegar maður er alþingismaður og tel ég þennan tíma sem þetta tekur ekki tap. Ef þörf er á netsambandi þá eru það á flestum hótelum og ég er viss að þau gista ekki á farfuglaheimilum. Hvernig sem þið ferðist þá á ekki að pirra fólkið með svona rugli. Ef þessir aðilar vilja réttlæta svona kostnað þá á ekki að fela þetta, þeir eiga að vita að íslendingar borga brúsann.
Guðmundur
1.4.2008 | 23:24
Hvernig væri að okkar alþingismenn ......
Það er kominn tími að okkar þingmenn þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Það var dýrt hjá Ikke Kanerva fyrir það eitt að senda nektardansmær sms. Hann reyndi eftir bestu getu að koma sér frá þessu en því miður er maðurinn sekur og kemst ekki upp með þetta. Ég er ekki að segja að okkar þingmenn séu að senda sms á nektardansmeyjar en þeir taka sjaldan ábyrgð á sínum gjörðum. Það er kominn tími til að breyta þessu og vona ég að þeir geti búið til nefnd sjálfir eða hreinlega setja valdið á forsætisráðherra. En þá er spurning hver getur sett pressu á forsætisráðherra???
Þetta á líka við alla sem eru að vinna fyrir borgir, bæjarfélag eða sveitarfélög. Það er ekki líðandi þegar menn eru ekki að vinna að heilindum og sérstaklega þegar það myndast spilling í starfinu.
Ég get örugglega sagt það án þess að fara með rangt mál að allir embættismenn hafa fengið boð í gegnum tíðina, einhvern bóndinn hefur boðið hænu, annar aðila bauðst til að gera við einkabílinn eða byggt hús. Það vita allir hér á landi að allir alþingismenn sem eru með ráðuneyti að þeir hafa bilstjóra til að skutla þeim á milli húsa, ertu viss um að þeir skutla ekki einhverju sem kemur ekkert vinnunni við. Ef þú lesandi góður gerir þetta á vinnubílnum, þá kallast það "svíkja undan skatti".
Það sem ég vil er einfalt, embættismaður standi og falli með sínu starfi eins og við hin.
Kveðja
Guðmundur
31.3.2008 | 13:37
Silfur Egils í gær ...
Ég sá þáttinn í gærkveldi, mér líst ekkert á hvernig stjórnvöld eru að taka á þessu "kreppumálum". Þarna voru staddir fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra og litu mjög alvarlega á þetta mál og vildu skjóta öllu í nefndir og sjá hvað gerist í framhaldinu með krónuna. Getur það verið að þetta þurfi að vera svona þungt í vöfum ??? Mér leiðist alla vega að sjá alþingismenn vera að rífast um litla hluti á alþingi þegar þeir eiga að taka mál eins og breytingu á gjaldmiðli hér á landi. Áður fyrr var það þannig þegar það kom mikill fiskur á land, þá var bara unnið þar til verkið væri búið, ekki geymt. Þetta er mikið mál í mínum huga og þeir eiga ekki að komast upp með það að draga lappirnar.
Atli Gíslason var þarna líka og eftir að hann sagðist fyrst vilja sjá lögreglumann falla í starfi áður en þeir verða vopnaðir, þá langar mér ekki að taka mark á honum, þrátt fyrir að hann sé með góða punkta. Hann var að nefna að ríkisstjórnin ætti að fella út hin ýmsu gjöld til að koma veg fyrir samningar falli ekki úr gildi. Ágætur punktur hjá honum, en er það nóg. Þessi kauphækkun var ekki neitt neitt og mér finnst við þurfum að gera eitthvað róttækara en það.
Maður sér ekki alveg hvernig þetta á að virka með þessa ríkisstjórn, hún er með allt í nefndum og allt mun gerast mjög hægt. Ekki gott, en annað verra. Það eru tveir stærstu flokkarnir sem mynda þessa ríkisstjórn og ef ég vil refsa þeim í næstu kosningu þá verð ég að velja annan flokkinn þar sem stjórnaraðstöðuflokkarnir eru frekar litlir og aumingjalegir. Það er öruggt mál að það þýðir ekki að vera með marga flokka stjórn hér á landi. Borgarmálin hafa sýnt það. Hvað skal gera, veist þú það ???
Kveðja
Guðmundur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 12:11
Ríkisstjórnin
Hvað get ég gert til að hjálpa þessari ríkisstjórn, það virðist ekki bara vera fjármálin sem eru að fara með okkur, rán hafa verið töluverð síðustu daga. Ég las það einhverstaðar í blöðunum að lögreglumönnum fækkar við þessa sameiningu á höfuðborgasvæðinu. Maður skilur það alveg miðað við hvernig dómsmálin eru þeim ekki í hag. Ekki er gott að sjá fréttir af suðurnesjum þar sem allt er í upplausn og menn segja þar upp. Meðan ríkisstjórnin er að skoða þetta aukast glæpir og verða ljótari með hverjum deginum.
Eins og ég sagði, get ég eitthvað gert til að hjálpa til. Á ég að panta fundi með öllum ráðamönnum hér á landi til að sýna óánægju með gang mála ?? Er betra að hóa saman öllum saman fyrir framan alþingi og hrópa einhverju fúkyrðum á ríkisstjórnina ?? Hvernig væri að ég færi með driverinn minn út á kvöldin og lemja á þessum gaurum. ?? (ætli það) Á ég að bjóða mig fram til alþingis ???
Síðan er ekki nóg að ná þessum aðilum, þeir viðurkenna brot sín og eru sendir út. Þeir eru ekki dregnir fyrir dómara sem klárar málið strax. Þetta eru aðilar sem eru fljótir að fá sér vímuefni og gera sama hlutinn í næstu verslun. Þetta er ekki í lagi.
kveðja
Guðmundur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 21:09
Ég hélt að það væri aprílgabb ....
þegar ég sá fréttir á stöð 2. Þeir sögðust hafa sent öllum alþingismönnum 2 spurningar um lífeyrismál þeirra. Fyrst var spurt hvort ætti skerða lífeyrir þeirra og hvort þeir styðja frumvarp Valgerðar um þetta mál. Það voru bara 12 af 63 alþingismönnum sem svara þessu. Það kom mér ekki á óvart að Pétur Blöndal (1 af þessum 12 sem svöruðu) svaraði ekki fyrri spurningunni og sagði nei við stuðning við frumvarpið. Ekki á hann nóg í ellinni að hann þarf á þessum peningum að halda. Þetta voru mikil vonbrigði að sjá græðgi alþingismanna og voru ekki einu sinni mannlegir að viðurkenna mistök við þetta mál á sínum tíma. Enn og aftur hegða þeir sér eins og þeir vilja ekki starfa við þetta á næsta kjörtímabili. Þeir eru greinilega að treysta minni okkar eins og alltaf þegar kemur að kosningum, við íslendingar eru ansi oft búin að fyrirgefa þessi mistök og kjósum það yfir okkur aftur. Ekki núna, ég er viss um breytingar og treysti að fólk geri eitthvað næstu kosningum. Þá meina ég að það striki út eða hreinlega kjósa annan flokk næst. Þetta er eina leiðin svo við fáum einhverju breytt. Auðvitað verða þeir sem eru í stjórnarandstöðu núna að misstíga sig ekki ef þeir fá valdið. Það virðist nefnilega oft gleymast hverjum maður lofar.
Hér er alla vega slóðin á fréttina og ég skora á ykkur að skoða þetta og muna hvað gerist þegar reynir á alþingismenn. Alla vega eru þeir fljótir að biðja almúgann að passa sín mál. Það er nefnilega almúganum að kenna hvernig er komið er fyrir landinu núna. En ekki frjálshyggjunni.