Færsluflokkur: Íþróttir
22.4.2008 | 21:49
Hrikalega var þetta gaman að sjá
Ég verð seint kallaður liverpool fan, en þetta var kannski skiptið sem ég fagnaði þegar liverpool skoraði "sjálfsmark" Ég held nú ekki með chelsea en ég þoli ekki liverpool þannig að það er betra að chelsea komist áfram. Alla vega, frábært mark hjá riise.
Guðmundur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 18:42
Þetta var sárt að sjá þetta fara svona..
Arsenal átti góðan leik í dag á móti united. Því miður vantaði bara mörkin sem hefði gert þetta að stórleik arsenal manna. Þeir óðu í færum og hefðu átt að klára þetta. En hvað er hægt að gera þegar mörkin koma útúr föstum leikatriðum. Það var ekki hægt að verja þetta. Þetta var dagur Van der Sar í dag og það var aðal munurinn eða kannski framherjar arsenal sem áttu að klára þetta. En alla vega þá eru mínir menn búnir í ár og Wenger þarf að gera eitthvað í leikmannahópnum þar sem vantaði mikla breidd til að geta verið í öllum þessum keppnum.
En nú er bara að klára sína leiki og líta til næsta árs, svo framalega að mínir menn meiðast ekki í Evrópukeppninni.
Guðmundur stór arsenal maður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 21:31
Jæja, þá er arsenal búið klára þetta tímabil með skömm
Þetta er ekki alveg að virka hjá Wenger, hann byrjaði árið vel og þetta leit hrikalega vel út. En því miður hefur liðið hans ekki úthald og þetta endar allt á sama veg, engin titill. Núna verður hann að taka sig á drengurinn og versla mannskap til að gera betur. Það vantaði svo sem ekki færin hjá mínum mönnum til að gera þetta erfiðara fyrir poolarana. Þeir náðu að jafna og klúðra því niður með klaufabroti og vil ég segja að Toure var óheppinn að þetta skuli ekki vera hollenski dómarinn sem dæmdi fyrri leikinn. En það má ekki taka af Benites að hann getur verið klár, hann tók alla sóknarmenn útaf og setti miðjumann og varnarmann í staðinn. Þarna klikkaði hausinn hjá Arsenalmönnum því þeir héldu að Liverpool ætlaði að sitja aftur og bíða eftir flauti, í staðinn stungu þeir boltanum fram og hlupu eftir honum og kláruðu leikinn.
Því miður er ég kominn í þá stöðu að vonast eftir Barcelona klári þetta og þá væntanlega á móti Chelsea. Alveg sama hvernig staðan er þá get ég ALDREI haldið með Liverpool eða United.
Guðmundur
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 22:27
Íþróttir í sjónvarpi !!
Það verður að segjast að við erum örugglega heimsmeistarar í beinum útsendingum frá íþróttum, þetta er náttúrulega sjúkleiki. Ég horfði á IR vs KR í 8 liða keppni í Iceland Express deildinni. Þetta var hrikaleg viðureign og frábær skemmtun. Auðvitað eyðilagði það ekki að KR sigraði í leiknum. Oft í útsendingunni sagði gesturinn í útsendingunni að það ætti að setja stillimyndina á allar aðrar rásir því þetta er rosalegur leikur. Er það kannski ekki þegar búið??? þá meina í ljósi áskriftar eða var hann að meina að þetta ætti að vera sýnt í opinni dagskrá ??? Ætli það. Ég verð að viðurkenna að ég eyði miklum peningum í íþróttarásir svo ég missi ekki af neinu sporti. Ég hef oft hugsað hvort ég ætti ekki vinna við þetta. En ég komst fljótt að því að það hentar mér ekki þar sem ég get horft á fleirri viðburði í sjónvarpinu en að vera á staðnum og lýsa leik. Kannski eru mestu vonbrigðin að ég fái ekki að vera gestur í beinni útsendingu sem nokkurskonar snillingur sem veit allt og hvað gerist næst, því miður er ég ekki hæfur í það heldur, ætli það sé því að ég er KR-ingur??
Alla vega þá finnst mér stöð 2 sport standa sig vel að ná viðburðum og því miður getur maður ekki ætlast til að fá þetta frítt þar sem kostnaður við þetta er mikill. Auðvitað má gera betur, stöð 2 sport er með 4-4-2 á laugardögum en mér finnst vanta aðeins til að slútta helgunum eins og í englandi, sá þáttur heitir "last word" með Andy Gray. Þarna er farið yfir marga hluti, dómgæslu, tilþrif og afhverju gerði hann þetta svona en ekki hinsegin. Vægast sagt snilldarþáttur.
Endilega koma með smá ábendingar til þeirra, þeir þola alveg gagnrýni þarna á stöð 2 sport.
Kveðja
Guðmundur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 14:51
Enn og aftur léleg dómgæsla í ensku deildinni
Ég var að enda við að horfa á Chelsea vs Middlesboro. Þetta var ágætur leikur og maður sér að Chelsea er ekki að spila eins vel og maður hélt og mér sýnist United taka þetta í ár. Því miður. En auðvitað geta lið náð þeim þegar maður horfir á dómara sleppa augljósri vítaspyrnu sem boromenn áttu að fá. Það var einn góður dómur í gær í leik Arsenal vs Bolton, það var þegar diaby var rekinn útaf, maður er alltaf að tala um að vernda leikmenn fyrir svona ljótum tæklingum. En samt var ekki alltaf hægt að hrósa dómaranum því hann var að veifa gulu spjaldi á fabregas og síðan var jafn ljót tækling gerð á senderos og sá aðili slapp. Það vantar allt jafnvægi í þetta. Það er meira segja farið að skrifa um þetta í erlendum fjölmiðlum og það er komið af sjálfum leikmönnum í deildinni. Síðan þykir manni frábært að sjá hvernig þeir eru að refsa lélegum dómurum, þeir eru að senda þá í neðri deildir og hvað eiga þeir að gera við þá, sætta sig við slæma dóma. Fáránleg niðurstaða.
Ég bendi bara KSÍ að gera eitthvað róttækt í sínum málum ef þetta er að koma upp í leikjum í íslenskri knattspyrnu.
Guðmundur
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 10:03
Hvað er að Platini
Það er hrikalegt að sjá hvað Platini er farinn að skemmast í þessu valdatafli sínu. Mér finnst hann vera of yfirlýsingaglaður þessi maður, þetta minnir mann á heilalausan fótboltamann sem er aldrei ánægður þrátt fyrir að fá 100.000 pund á viku. Ég viðurkenni að það er mikið af erlendum leikmönnum í ensku deildinni, er ástæða fyrir því ?? Já, enskir leikmenn eru staðnaðir og það koma mjög fáir upp í gegnum liðin. Það er talið að Arsenal sé með besta 16 ára liðið sem er með fullt af enskum leikmönnum, við skulum sjá hvað kemur þaðan eftir nokkur ár. Núna segja allir íþróttamenn hér á landi að enska deildin sé sú allra besta í Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað. Ekki eru það enskir fótboltamenn sem halda því uppi, heldur eru það frábærir erlendir leikmenn. Ef þeir ætla að loka fyrir þessi viðskipti og vera með takmörk á fjölda erlendra manna í enskum liðum, þá drappast deildin niður á mínu mati. Þetta breytist aftur í háloftaknattspyrnu og það bitnar bara á enska landsliðinu. Ef þetta á að breytast aftur í gamla horfur þá munu erlendir fjárfestar selja félögin og þá er voðinn vís, ensk félög fara á hausinn í hrönnum. Sjáum hvað er að gerast með hið frábæra lið Liverpool, það hefði farið á hausinn ef það hefði ekki komið fjárfestar þar inn, kannski vori þeir aðeins óheppnir hverjir komu, en þeir eru alla vega á lífi. Ef einhver á leið fram hjá Platini þá væri fínt að viðkomandi segi honum að láta ekki svona kjánalega.
Hér er linkur sem ég fann á netinu sem keimur frá Platini.
mbk
Guðmundur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 22:51
Fyrir bolta áhugamenn
Ég er búinn að vera mjög ósáttur vegna misstaka dómara, þá er ég ekki bara að tala um dómgæslu á Arsenal leikjum, við erum að tala bara yfir höfuð. Þetta má jafn vel heimfæra á alla dómara í öllum löndum sem spilaður er bolti. Þetta var grein sem ég rakst á og þykir nokkuð góð.
http://football.guardian.co.uk/comment/story/0,,2267604,00.html
Læt þetta fylgja með fyrir poolara
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)