Hvert fer launahækkunin mín ???

Alltaf jafn mikið vandamál þegar kjarasamningar eru lausir.  Verkalýðsfélögin eru alltaf að semja af sér og það virðist vera ómögulegt að semja rétt og á réttum tíma.  Ríkið er að tuða yfir verðbólgu o.s.fr.  Þetta er bara svo fyndið þegar maður fer yfir þetta.  Mig langar að koma með frekar einfalt dæmi sem ég hengi mig ekki fyrir. Segjum að ég sé með 200.000 í laun á mánuði og fæ 3% kauphækkun sem gerir þetta 206.000 krónur í heildarlaun. Af þessum 6.000 krónum er búið að taka strax skatta 35,72% sem þýðir að eftir er 3.857 kr.  Einhverstaðar las ég á netinu að 4 manna fjölskylda þyrfti 90.000 krónur til að kaupa mat, bensín, áskrift á fjölmiðlum, sími og föt.  Af þessari upphæð hverfa 2.700 krónur vegna hækkunar af þessari þjónustu og eftir standa 1.157 krónur. Við erum að tala um 7 krónur per klst á dagvinnutíman minn sem verður eftir, takið eftir að ég er ekki með neitt aukabruðl eins og bíó, leikhús, veitingastaði eða  blóm handa konunni á konudaginn svo ég þurfi ekki að sofa í sófanum. 

Von um bjartari framtíð

Guð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband