4.3.2008 | 23:51
Arsenal rúllar yfir AC mílan.
Ég hef til margra ára verið með leikina í beinni heima, núna er ég búinn að segja öllu dótinu upp og hef verið að fara á pöbbinn. Minn heimapöbb er Tropicana "sport" pöbb. Þar er mæta mjög fáir en undanfarið hafa United menn verið að mæta þarna. Í kvöld fór ég og þarna voru 20 -25 manns en salurinn var samt tómur. Mér til mikillar vonbrigða þá var annar skjávarpinn bilaður og United leikurinn var aðallinn. Ég rauk út og keyrði niður á ölver, ég fékk stæði á efstapalli og ég var að hugsa hvort Hreyfing væri að gera það eða svona margir að horfa á boltan. Viti menn, það var allt stútfullt og ég þurfti að standa allan tíma með gargandi lið yfir mér. Það sem mér þykir hrikalegast við þetta að það voru saman komnir menn að éta og drekka bjór í massavís. Flest allir aðilar sem voru þarna duttu inn í bílana síðan og óku heim. Ég mæli með að lögreglan verði þarna einhvern daginn og tékki á mönnum. Ölver seldi örugglega fyrir hundruði þúsunda vegna fótboltans. En eina sem ég keypti var kaffibolli á 200 kall, þetta var versta kaffi sem ég hef smakkað í langan tíma.
En að boltanum, þetta Arsenal lið er magnað þegar það nennir að spila sexy fótbolta (eins og Pétur Pétursson sagði með KR). Það var alveg sama hvað Kaká og Gattusso gerðu, það var stoppað. Aginn hjá Wenger í þessum leik var til fyrirmyndar og þeir áttu skilið að taka þennan leik 0-4. Ótrúlegustu menn reyndu fyrir sér fyrir framan markið og það var greinilegt að mínir menn ætluðu að sigra. Það er mjög erfitt að taka einhvern sérstakan úr þessu liði því mér fannst þeir allir vera glimmrandi. Þeir sem halda með einvherjum öðrum liðum er velkomið að vitkast með okkur Arsenal mönnum. Endilega kíkið á hvað menn sögðu eftir leikinn á þessum linkum:
http://www.skysports.com/football/match_reaction/0,19764,11065_2933253,00.html
mbk
Guð
Athugasemdir
Takk fyrir það félagi, gaman að sjá að allir geta verið ánægðir með svona flottan bolta.
Guð, 5.3.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.