19.3.2008 | 08:08
Afhverju erum við með verkalýðsfélög ??
Nú eru samningar í höfn, eru þeir góðir, ekki fyrir mig. þessi samningur er bara fyrir þá sem eru ekki búnir að breyta um starf síðan september 2006. Ef þú hefur skipt um starf frá sept - dagsins í dag og ert með sömu laun, þá ertu bara að tapa. Verkalýðsfélagið samdi um það að þú hefur þegar fengið launahækkun við að skipta um starf, er það eðlilegt? NEI !!! Ég spurði félaga minn til hvers þessi félög eru, hann sagði fljótt að þetta væri fyrir lálaunafólk og pólverja, ég var aðeins að melta þetta og spyr ef svo er, þurfum við þá svona mikla yfirbyggingu.
Það er kominn tími til að taka kerfið í gegn og fara að biðja um almennilega samninga. Það er alltaf verið að halda niður launum vegna rauða striksins en er ríkið að hjálpa okkur núna þegar allt er að fara til fjandans. Öll lán hækka vegna krónunnar og olía hækkar þrátt fyrir mikið framboð. Hvenær græði ég í þessum heimi, jú.....vinna svart, það er málið. Er einhver þarna úti sem þarf starfsmann, bóna bila eða handlagin aðila til að leggja parket o.s.fr Auðvitað allt borgað undir borðið. Endilega sendu mér línu.
Guðmundur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.