20.3.2008 | 13:13
Gifting, er það peningar eða ást ??
Umræðan kemur oft á borðið hjá mér um giftingu, af hverju það gerist er vegna þess að ég er ekki giftur og er búinn að vera með sömu konunni síðan 1993. Við eigum 2 stráka og það segja allir að gifting sé eina sem er eftir. Ég spyr mig stundum hvort fólk sé að tala um öryggi framtíðarinnar ef ég fell frá eða hvort ég elska "sambýliskonuna". Auðvitað elska ég konuna og er það ekki nóg til að gifta sig ??? jú, það tel ég vera. En það sem pirrar mig hrikalega þegar fólk nuðar í mér aflverju ég vilji ekki giftast, ég hef haft sama svarið til að losna undan þessari umræðu "ég er ekki búinn að finna þá réttu" þetta er nóg til að fólk nennir ekki að tala við svona rugludall. Fínt, losna undan þessari umræðu. Það kom dæmi á borðið í dag um konu sem missti manninn sinn og hún var í skóla, það er svo sem ekki merkilegt við það eitt nema að þau voru ekki gift og þau eiga börn. Hún fékk auðvitað ekki neinar bætur og fær ekki fjárræði yfir börnunum sínum. Þessi drengur var við vinnu í bónus og mér skilst að Jóhannes (í bónus) hafi styrkt þessa fjölskyldu á myndarlegan máta. Flott hjá honum. En er ekki eitthvað skrítið við þessa sögu, af hverju er kerfið svona rotið að maður þarf að vera giftur til að vera öruggur í þessu lífi. Mér líkar ekki svona þvinganir og hvað þá þegar umræðan gengur út giftingu vegna peningaöryggi. Ég vil auðvitað passa upp á mína fjölskyldu og óska eftir að kerfinu verði breytt, með þinni hjálp og allra annarra. Vinsamlegast komið þessari umræðu um netið eins og hún sé faraldur.
mbk
Guðmundur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.