Eins og ég sagði ....

Ég hafði áhyggjur að verslunar eigendur myndu misnota aðstöðu sína og hækka allar vörur sem eru til í versluninni og jafnvel hækka vörur sem eru löngu búið að koma með til landsins.  Hvernig get ég komið í veg fyrir  þetta, blogga um þetta eða ræða um þetta á netinu ?? Nei, það dugir ekki.  Við getum ekkert gert nema vonast til að þetta lagist.  Þessar hækkanir eru bara vegna þess að íslendingar eru svo stoltir að hafa eigin gjaldmiðil og láta okkur sem eigum ekki mikið fé borga fyrir það.  Ef þeir vilja ekki taka upp annan gjaldmiðil þá verður verkalýðsfélagið að berjast í því að ég fái greitt í evrum.  

Enn og aftur er það pólitíkin sem á að bjarga landanum, vinsamlegast takið ykkur á og farið að standa við gefin loforð.  Ríkisstjórnin er alltaf að ræða hvað við höfum það gott, mér sýnist að þessir aðilar séu ekki að horfa á sömu mynd og ég. Það er kannski vegna þess að alþingismenn eru með mikla peninga á milli handana.  Gæti verið.  Á ég að þurfa að vinna 100 tíma í yfirtíð eða vinna svart til að hafa það gott eins og þeir ?? Ef svo er, er það holt ?? Alla vega fær ríkið ekki mikið af þessu svarta og það er alltaf verið að tala um tíma fyrir fjölskylduna.  Því miður er það ekki hægt þar sem ríkisstjórnin hugsar meira um fyrirtæki en fólkið.  Það sem þeir eru að lækka álögur af fyrirtækjum sem skila því ekki til starfsmann eða í verðlagið.

Sjálfstæðismenn eru greinilega búnir að vera of lengi við völd í þessu landi og ég verð að segja að þeir hafa ekki nema 3 ár til að snúa minni skoðun og mér sýnist það vera meira en fullt starf fyrir þessar dekurdollur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband