Silfur Egils í gær ...

Ég sá þáttinn í gærkveldi, mér líst ekkert á hvernig stjórnvöld eru að taka á þessu "kreppumálum".  Þarna voru staddir fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra og litu mjög alvarlega á þetta mál og vildu skjóta öllu í nefndir og sjá hvað gerist í framhaldinu með krónuna.  Getur það verið að þetta þurfi að vera svona þungt í vöfum ??? Mér leiðist alla vega að sjá alþingismenn vera að rífast um litla hluti á alþingi þegar þeir eiga að taka mál eins og breytingu á gjaldmiðli hér á landi.  Áður fyrr var það þannig þegar það kom mikill fiskur á land, þá var bara unnið þar til verkið væri búið, ekki geymt.  Þetta er mikið mál í mínum huga og þeir eiga ekki að komast upp með það að draga lappirnar.

Atli Gíslason var þarna líka og eftir að hann sagðist fyrst vilja sjá lögreglumann falla í starfi áður en þeir verða vopnaðir, þá langar mér ekki að taka mark á honum, þrátt fyrir að hann sé með góða punkta.  Hann var að nefna að ríkisstjórnin ætti að fella út hin ýmsu gjöld til að koma veg fyrir samningar falli ekki úr gildi.  Ágætur punktur hjá honum, en er það nóg.  Þessi kauphækkun var ekki neitt neitt og mér finnst við þurfum að gera eitthvað róttækara en það. 

Maður sér ekki alveg hvernig þetta á að virka með þessa ríkisstjórn, hún er með allt í nefndum og allt mun gerast mjög hægt.  Ekki gott, en annað verra.  Það eru tveir stærstu flokkarnir sem mynda þessa ríkisstjórn og ef ég vil refsa þeim í næstu kosningu þá verð ég að velja annan flokkinn þar sem stjórnaraðstöðuflokkarnir eru frekar litlir og aumingjalegir.  Það er öruggt mál að það þýðir ekki að vera með marga flokka stjórn hér á landi. Borgarmálin hafa sýnt það.  Hvað skal gera, veist þú það ???

 Kveðja

Guðmundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband