Hækka jeppan sinn.

Ég hef verið að hugsa að hækka jeppann minn eða kaupa jeppa sem er búið er að hækka.  Ég hef verið að fara með félaga mínum sem er á 38" breyttum bíl upp á langjökul, skjaldbreið og Eiríksjökul.  Þetta er hrikalega gaman og sá ég um daginn að fólk er mikið að renna úr bænum og upp á Langjökul, þarna er fólk að fara á gönguskíði, snjóþotur o.s.fr.  En hvað kostar þetta og hvað þarf ég að gera. Þessir bílar sem eru að fara í svona ferðir eru hækkaðir upp og eru læstir bak og fyrir.  Ég hef verið að hugsa um 35" breytingu því konan vill ekki meira, enda tel ég það vera nóg því ég er eingöngu að hugsa um dagsferðir fyrir fjölskylduna.  Fyrsta sem ég skoðaði hvað þetta kostar fyrir minn bíl, komst fljótt að því að það er of dýrt.  Þá fór ég að leita af breyttum bíl, það er nóg til af 35" breyttum bílum en ég komst að því að 99% af þeim eru slyddujeppar.  Það er að segja bara hækkaður upp og settir brettakantar.  Svona breyting kostar c.a 300 - 500.000 krónur.  Þetta eru bílar sem komast ekki mikið meira en bíllinn minn í dag, mér finnst það ekki peningana virði.  Auðvitað er hitt dýrara og jafnvel 100% dýrara.  Ég viðurkenni það að þetta kostar hrikalega mikið en ég spyr mig með hin 99% sem hækka bílana bara út á útlitið, mér finnst það peningaeyðsla.

 Ef þið vitið af 35" breyttum Pajero (ekki eldri en 2004) með læsingum og tilheyrandi þá má senda mér meil á amus@simnet.is

kveðja

Guðmundur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband