10.4.2008 | 22:10
Hvað gerir fyrirtæki fyrir starfsmann ...
Ég veit um starfsmann hér í bæ sem er að breyta um starf. Hann hefur lifað miklar breytingar í fyrirtækinu og hefur alltaf hjálpað til við vöxt fyrirtækisins. Auðvitað hefur hann fengið laun fyrir sitt verk en kveðjugjöf er annað. Það er meiri virðing á bakvið það, eitthvað sem fyrirtæki sýnir þakklæti til starfsmannsins. Ég verð að segja að ég man ekki hvenær hann byrjaði en hann hefur alla vega unnið með 5 framkvæmdastjórum. Mér finnst ekki nóg að bjóða upp á köku og kaffi til að leyfa starfsmönnum að taka í spaðann á honum, þetta á að vera eitthvað sem hann segir frá hvað hann fékk. Það er ekki málið að þetta þurfi að vera dýrt en auðvitað má gefa verk eftir Tolla en það er ekki aðal málið.
Ég mæli með að allir framkvæmdastjórar skoða vel í kringum sig og sjá hvað þeir eru heppnir að hafa háan starfsaldur í kringum sig. Það er ekki sjálfsagður hlutur í dag.
Guðmundur
Athugasemdir
ja þetta er alltaf spurning ...
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:57
ég var ekki alveg búin ...athugas. þaut bara í burtu frá mér ...jamm semst ..þetta er alltaf spurning , hvert á viðmiðið að vera ..10 ár , 20 ár ??? ..og sjáðu til ..svo fékk þessi og ekki hinn ..og einn fékk meira og hinn minna ..held að þetta sé asskoti vandmeðfarið ...en ég er sammála þér í því að manngildið líður fyrir auðgildið ...
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.