15.4.2008 | 20:05
Umferðin á morgnanna.
Það eru ansi margir sem eru orðnir þreyttir á umferðinni þegar allir eru að flýta sér til vinnu. Ég er líka einn af þeim. Það var fyndið að keyra í morgun þar sem ég var ekki með neitt útvarp í bílnum þar sem var brotist inn og því stolið. Eina sem ég gat gert var að horfa í kringum og fylgjast með fólkinu í næstu bílum. Konur voru að mála sig og karlar að syngja eða gjamma í síma. Það var árekstur í morgun sem tafði umferðina og fólk var greinilega meira pirrað í dag en oft áður. Það var ekki neinn að gefa séns og ég þurfti að hálfpartið að troða mér til að geta farið á milli akreina. Það var flautað og ég var nánast viss um að það yrði meira tjón. Fólk var skammað að nota ekki stefnuljós og lögreglan er byrjuð að sekta fyrir að nota ekki stefnuljós. Ef ég fæ ekki lipurð í umferðinni þegar ég nota stefnuljós, af hverju ætti ég að nota og hvað þá ég sé sektaður fyrir að nota það ekki. Fólk verður að taka tillit til annarra í umferðinni, þér líður miklu betur ef þú þarft einhvern tíman að fá séns hjá mér.
Guðmundur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.