23.4.2008 | 11:45
Vá, þetta gerist hratt
Ég var ekki fyrr búinn að sleppa orðunum um hversu rólegt væri hér á landi, engin mótmæli eða leiðindi í umferðinni. Viti menn, það var allt vitlaust í gær og í enn meiri læti í dag. Löggan farin að nota táragas og allskonar tól og tæki á blessuðu bílstjórana, eigum við kannski að kalla þá hryðjuverkamenn ???? Núna hlýtur einhver að vakna á þingi, spurningin er sú, verður það til að taka mark á vörubílstjórum eða fá löggugalla til að skjóta táragasi. Ég spyr, er ég á Íslandi ???? Svona hrikaleg áttök vegna hluta sem ég tel alþingis menn geta lagað án sérsveitar. Það þarf bara einhver að vinna heimavinnuna sína.
Guðmundur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.