16.10.2008 | 17:17
Ert þú að græða á kreppunni ???
Því miður eru fyrirtæki að nota kreppuna sér til framdráttar með þjónustugjöldum. Ég er einn af þeim sem er með bílalán. Greiðslur hafa þyngst hjá mér og ég fór að kanna hvað fyrirtækin eru að bjóða þar sem ósk er frá ríkisstjórn að fyrirtæki létti eins mikið og hægt er hjá hinum venjulega manni með því að létta greiðslur. Ágætis framtak ef þau gera það, en skilar það sér ?? Ég talaði við Lýsingu og Glitni og fékk fleiri spurningar í kollinn en svör eftir þessi samtöl. Lýsing veit ekki hvað þau eru tilbúin að gera en sendu mér umsókn sem ég þyrfti að fylla út og það færi svo fyrir nefnd. Neðst í umsókninni var tekið fram að þetta myndi kosta mig 10.000 krónur. Glitnir voru komnir með tillögu en hún var ekki full unnin, það sem þeim datt í hug var að gefa mér 4 mánaða léttari greiðslu, það er að segja að ég átti að greiða sömu upphæð og ég var með fyrir ári síðan og mismunurinn myndi fara á höfuðstólin með tilheyrandi vöxtum. Kannski er þetta sanngjarnt en ég er ekki alveg búinn að hugsa þetta til enda þar sem ég fékk svo sjokkið í lok símtalsins, þetta mun kosta mig líka 10.000 krónur.
Ok, er ég að misskilja þetta eitthvað, er þetta sanngjarnt eða er þetta önnur leið að fátækir verða fátækari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.