Afhverju er ekki hægt að hjálpa mér ??

Ég hafði samband við minn viðskiptabanka þar sem ég er með lánið á íbúðinni. Spurði kurteisilega hvað þeir vildu gera til að hjálpa mér með mínar erfiðu greiðslur. Þá var ég spurður hvort ég væri með gengislán og hváði ég svo ekki vera. Svarið kom strax, því miður þá er þetta bara fyrir þá sem tóku áhættu og er núna búnir að kúka upp á bak sem fá hjálp´, síðan hélt hún áfram "þú getur sent inn umsókn og skotið því fyrir nefnd, en taktu eftir, það eru bara þeir sem eru algjörlega dúmd sem fá aðstoð. Frábært, ég sem tók ekki séns og var skynsamur (sést í dag) að fara öruggu leiðina og er ekki kominn í þrot en er samt að hugsa um framtíðina svo ég verði ekki "dúmd".  Því miður borgar það sig ekki ef maður vill fá aðstoð eins og þeir sem eru með allt niðrum sig. Hljómar það ekki svona bankastjóralegt að vera búinn að klúðra öllu og ríkið hleypur undir bagga þar.

Því miður sé ég að ég var ekki alveg nógu skynsamur að staðgreiða ekki allt sem ég keypti, hvernig sem ætti að fara að því. Segi eins og Páll Óskar, ekki kaupa neitt nema eiga pening til fyrir því. Smá galli við það er að þú eignast ekki neitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband