Umferðin á morgnanna.

Það eru ansi margir sem eru orðnir þreyttir á umferðinni þegar allir eru að flýta sér til vinnu.  Ég er líka einn af þeim.  Það var fyndið að keyra í morgun þar sem ég var ekki með neitt útvarp í bílnum þar sem var brotist inn og því stolið.  Eina sem ég gat gert var að horfa í kringum og fylgjast með fólkinu í næstu bílum.  Konur voru að mála sig og karlar að syngja eða gjamma í síma.  Það var árekstur í morgun sem tafði umferðina og fólk var greinilega meira pirrað í dag en oft áður.  Það var ekki neinn að gefa séns og ég þurfti að hálfpartið að troða mér til að geta farið á milli akreina.  Það var flautað og ég var nánast viss um að það yrði meira tjón.  Fólk var skammað að nota ekki stefnuljós og lögreglan er byrjuð að sekta fyrir að nota ekki stefnuljós.  Ef ég fæ ekki lipurð í umferðinni þegar ég nota stefnuljós, af hverju ætti ég að nota og hvað þá ég sé sektaður fyrir að nota það ekki.  Fólk verður að taka tillit til annarra í umferðinni, þér líður miklu betur ef þú þarft einhvern tíman að fá séns hjá mér.

 Guðmundur


Þetta var sárt að sjá þetta fara svona..

Arsenal átti góðan leik í dag á móti united.  Því miður vantaði bara mörkin sem hefði gert þetta að stórleik arsenal manna.  Þeir óðu í færum og hefðu átt að klára þetta.  En hvað er hægt að gera þegar mörkin koma útúr föstum leikatriðum.  Það var ekki hægt að verja þetta.  Þetta var dagur Van der Sar í dag og það var aðal munurinn eða kannski framherjar arsenal sem áttu að klára þetta. En alla vega þá eru mínir menn búnir í ár og Wenger þarf að gera eitthvað í leikmannahópnum þar sem vantaði mikla breidd til að geta verið í öllum þessum keppnum.

 En nú er bara að klára sína leiki og líta til næsta árs, svo framalega að mínir menn meiðast ekki í Evrópukeppninni.

Guðmundur stór arsenal maður.


Golfið er byrjað ..

Jæja, nú er bara gleði framundan þegar maður fer að hugsa um golfið.  Því miður er árangur síðasta árs frekar dapurt.  Ætli það sé til einhver hópur sem getur peppað mann upp til að auka getuna.  Það skemmir ekki ef einhver er til að fara með mann á æfingasvæðið til að fínpússa mann.  Básar eru nú að verða aðalheimil hjá kylfingum og ég hef séð gamla liði fara litla völlinn við korpu og það er snjór á honum.  Það er dapurlegt að segja að það sé bara einn golfhermir í gangi hér á höfuðborgasvæðinu sem sýnir metnaðarleysið.  Ég hef farið einu sinni í þennan hermi og verð að segja að ég var fyrir vonbrigðum því að peran í skjávarpanum var nánast ónýt.  Allir eru að tala um að það sé ekki sami hluturinn að vera í hermi og úti.  Nei það er rétt en þetta getur samt haldið utan um félagsskapinn og það er ekki lítið gaman.  Jæja, eins og ég sagði þá þigg ég hjálp til að koma forgjöfinni niður.

Guðmundur


Hvað gerir fyrirtæki fyrir starfsmann ...

Ég veit um starfsmann hér í bæ sem er að breyta um starf.  Hann hefur lifað miklar breytingar í fyrirtækinu og hefur alltaf hjálpað til við vöxt fyrirtækisins.  Auðvitað hefur hann fengið laun fyrir sitt verk en kveðjugjöf er annað.  Það er meiri virðing á bakvið það, eitthvað sem fyrirtæki sýnir þakklæti til starfsmannsins.  Ég verð að segja að ég man ekki hvenær hann byrjaði en hann hefur alla vega unnið með 5 framkvæmdastjórum.  Mér finnst ekki nóg að bjóða upp á köku og kaffi til að leyfa starfsmönnum að taka í spaðann á honum,  þetta á að vera eitthvað sem hann segir frá hvað hann fékk.  Það er ekki málið að þetta þurfi að vera dýrt en auðvitað má gefa verk eftir Tolla en það er ekki aðal málið.

Ég mæli með að allir framkvæmdastjórar skoða vel í kringum sig og sjá hvað þeir eru heppnir að hafa háan starfsaldur í kringum sig.  Það er ekki sjálfsagður hlutur í dag.

Guðmundur


Ekki líst mér á framhaldið

Hvernig gengur þetta hjá samgönguráðherra út þetta kjörtímabil??  Ég sá hann ræða um reykjanesbrautina, hann skýrði út afhverju þetta umtala slys þar sem Svala Björgvins slasaðist.  Það var svo sem ágæt skýring sem hann fór með og sem hann fékk fá lögreglunni.  EN ég spyr,  ef allt kerfið hefði virkað þá væri búið að tvöfalda brautina og það minnkar það slysahættu.  Það verða alltaf slys en auðvitað á ekki að draga verkefnið svona.  Ef útboðsreglur verða að bíða í 52 daga til að klára útboð, þá er eitthvað að.  Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona vitleysu.  Mér skilst að það sé valið út verktaka í verkefnin og meira segja er skoðað bókhaldið.  Þarna stóð nefndin sig ílla, aðilinn sem átti að klára þetta verkefni fór á hausinn,  Er ekki spurning að verktakar þurfi að sýna fram á stöðuleika til að geta klárað verkefnið og það er farið fyrr inn í þetta svo hluturinn gangi upp.  Ég sem er að greiða til ríkisins heimta eftir lagfæringu á þessu sem allra fyrst. 

 Getur einhver sagt mér hvað þetta fólk er að gera á þinginu, við verðum að fá meiri trúveruleika á okkar alþingismenn.  Það gengur ekki að vera í stjórnarandstöðu og gaspra í alla fjölmiðla og segjast vilja gera þetta öðruvísi ef það fengi að ráða.  Um leið og þeir komast í ríkisstjórn þá standa þeir ekki við stóru orðin.  Er þetta lið í lagi ????

 Guðmundur


Mér farið að leiðast þetta VG lið

Ég var að hlusta á bylgjuna í morgun og það var verið að ræða við Ögmund vegna leigu á flugvélum fyrir alþingismenn, það virðist vera ein ferðin ein hjá þessu þotuliði og nú til Svíþjóðar.  Þetta er að gera útaf við Ögmund og hann nefnir að þetta sé slæmt vegna mengunar.  Er þetta það eina sem VG getur gert ?? ég veit ekki hvort Ögmundur og hans lið myndi slá hendinni á móti þessu ef þetta myndi bjóðast þeim.  Því miður sýnist mér eins og ég hef áður sagt að stjórnarandstaðan er ekki að spila rétt úr sínum málum meðan ríkisstjórnin er að kúka í buxurnar. 

 Guðmundur


Jæja, þá er arsenal búið klára þetta tímabil með skömm

Þetta er ekki alveg að virka hjá Wenger, hann byrjaði árið vel og þetta leit hrikalega vel út. En því miður hefur liðið hans ekki úthald og þetta endar allt á sama veg, engin titill.  Núna verður hann að taka sig á drengurinn og versla mannskap til að gera betur.  Það vantaði svo sem ekki færin hjá mínum mönnum til að gera þetta erfiðara fyrir poolarana.  Þeir náðu að jafna og klúðra því niður með klaufabroti og vil ég segja að Toure var óheppinn að þetta skuli ekki vera hollenski dómarinn sem dæmdi fyrri leikinn.  En það má ekki taka af Benites að hann getur verið klár, hann tók alla sóknarmenn útaf og setti miðjumann og varnarmann í staðinn.  Þarna klikkaði hausinn hjá Arsenalmönnum því þeir héldu að Liverpool ætlaði að sitja aftur og bíða eftir flauti, í staðinn stungu þeir boltanum fram og hlupu eftir honum og kláruðu leikinn. 

Því miður er ég kominn í þá stöðu að vonast eftir Barcelona klári þetta og þá væntanlega á móti Chelsea.  Alveg sama hvernig staðan er þá get ég ALDREI haldið með Liverpool eða United. 

Guðmundur


Körfubolti á íslandi !!!

Ég hef verið að horfa á úrslitakeppnina sem er í gangi í körfunni.  Keppnin er hrikalega skemmtileg því það er spenna í öllum leikjum.  En ég verð að viðurkenna að ég er að sjá mjög dapran hlut í þessu öllu saman.  Allt sem er sagt í leikhléi er á ensku, erum við hætt með íslenskuna ???  Er þá ekki kominn tími til að taka annan gjaldmiðil ??? Það er verið að tala um í enska boltanum að það sé svo mikið að erlendum leikmönnum, en þeir eru samt að tala tungumál heimamanna. Ég veit ekki annað en Eiður þurfi að læra spænsku (katalónsku) til að spila með Barcelona.  Afhverju er ekki krafist af erlendum leikmönnum að þeir tali íslensku ??? eða eigum við að skippa íslenskunni og taka upp ensku sem okkar tungumál ???´

Þið verðið að fyrirgefa mér, fullt af spurningum en engin svör.  Kannski getur þú svarað þessu ??

 Guðmundur


Samúel Örn sest á þing

Loksins er þetta að fara í gegn hjá stráknum, hann var tekinn sérstaklega fyrir í áramótaskaupinu fyrir að vera inn eða úti alla kosninganóttina.  Vonandi hans vegna gerir hann ekki neitt af sér á meðan.  Framsóknaliðið er nú ekki gáfulegt þannig að ég býst ekki öðru en hann klúðri ekki einhverju.

Guðmundur


Hækka jeppan sinn.

Ég hef verið að hugsa að hækka jeppann minn eða kaupa jeppa sem er búið er að hækka.  Ég hef verið að fara með félaga mínum sem er á 38" breyttum bíl upp á langjökul, skjaldbreið og Eiríksjökul.  Þetta er hrikalega gaman og sá ég um daginn að fólk er mikið að renna úr bænum og upp á Langjökul, þarna er fólk að fara á gönguskíði, snjóþotur o.s.fr.  En hvað kostar þetta og hvað þarf ég að gera. Þessir bílar sem eru að fara í svona ferðir eru hækkaðir upp og eru læstir bak og fyrir.  Ég hef verið að hugsa um 35" breytingu því konan vill ekki meira, enda tel ég það vera nóg því ég er eingöngu að hugsa um dagsferðir fyrir fjölskylduna.  Fyrsta sem ég skoðaði hvað þetta kostar fyrir minn bíl, komst fljótt að því að það er of dýrt.  Þá fór ég að leita af breyttum bíl, það er nóg til af 35" breyttum bílum en ég komst að því að 99% af þeim eru slyddujeppar.  Það er að segja bara hækkaður upp og settir brettakantar.  Svona breyting kostar c.a 300 - 500.000 krónur.  Þetta eru bílar sem komast ekki mikið meira en bíllinn minn í dag, mér finnst það ekki peningana virði.  Auðvitað er hitt dýrara og jafnvel 100% dýrara.  Ég viðurkenni það að þetta kostar hrikalega mikið en ég spyr mig með hin 99% sem hækka bílana bara út á útlitið, mér finnst það peningaeyðsla.

 Ef þið vitið af 35" breyttum Pajero (ekki eldri en 2004) með læsingum og tilheyrandi þá má senda mér meil á amus@simnet.is

kveðja

Guðmundur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband