6.4.2008 | 18:12
þú segir upp eða þér er sagt upp ....
Hvernig er þetta með rétt fyrirtækja og einstaklinga. Þegar starfsmaður segir upp þá á hann 3 mánuði nema annað sé samið. Ef starfsmaðurinn fer strax þá þarf ekki að greiða laun fyrir þessa 3 mánuði. Þetta er yfirleitt auðveldara í vinnslu en að segja upp starfsmanni. Ef þú vilt segja upp starfsmanni þá getur hann verið í 3 mánuði en yfirleitt enda svona hlutir ekki eins og til er ætlast og báðir aðilar eru ekki ánægðir. Segjum að ætlast er til af starfsmanninum sem var sagt upp að hann vinni 3 mánuði en hann vill hætta strax, hvað getur fyrirtækið gert ?? Haldið launum ?? kannski. En það sem er verst við þetta allt er að starfsmaðurinn er yfirleitt ekki að hugsa um hag fyrirtækisins meðan uppsagnafresturinn er að renna út. Það þarf greinilega að hugsa aðra lausn í svona málum. Hver sem á í hlut þarf að losna úr vinnu eða losna við starfsmann strax. Ég verð að viðurkenna það að ég myndi ekki vera eins ferskur í starfi þegar hugur manns er komin í annað starf og ekki yrði ég jafn ánægður í starfi eftir uppsögn. Hvernig sem þetta lítur út þá er það greinilegt þegar fyrirtæki eru að ráða starfsmann þá þarf að vanda vel til verka því þetta er dýrt dæmi. Auðvitað getur sú staða komið upp að það sé nauðsýnilegt að borga starfsmann út til að losna við hann en það er staða sem fæstir vilja gera.
Eins og staðan er núna ert þú sem atvinnurekandi alltaf aðilinn sem tapar mest nema samningur næst.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 14:42
Jæja, nú er þessu lokið ............
Arsenal er búið að gefa eftir í titilbaráttunni. Þessi leikur var hrikalegur af okkar hálfu og liverpool menn nýttu sér það. Vonandi er þetta ekki að endurspegla þriðjudaginn næsta. Wenger verður nú að viðurkenna það að hópurinn hans er of þunnur til að klára svona erfiða deild plús bikarkeppnir. Það var ekki neinn að spila í þessum leik að neinu viti og verður þetta að fara í gang. Meiðsli eru búin að hrjá arsenal menn en það er ekki afsökun. Við erum búnir að eiga fínt tímabil framan af en síðan kúkaði liðið á sig. Þetta þýðir að arsenal þarf að versla meira breidd en ekki treysta of mikið á ungu strákana sem eru fyrir utan liðið. Það getur líka verið að Afríkukeppnin sé að fara með okkur en það er sama með önnur lið. En ég held því samt fram að arsenal liðið er að spila skemmtilegasta bolta í deildinni og mér þykir leitt að það skili ekki nóg af stigum.
Áfram Arsenal.....
Guð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 14:11
4x4 klúbburinn fær skammið þessa vikuna.
Ég veit ekki hvað þeir eru að pæla þarna hjá 4x4 klúbbnum. Þeir skipuleggja mótmæli vegna bensínverðs og voru að teppa alla umferð í bænum. Þeir eru ekki að pæla í því að vinsældir þeirra er ekki mikil meðal íslendinga sem eiga ekki jeppa til að fara á fjöll. Mómælin voru ekki að hjálpa til að fá samúð með atvinnubílum þar sem jepparnir eru bara leiktæki og ég verð að segja að það er þeirra val að eiga þetta en nauðsýn. Stjórn 4x4 ætti að koma fram og biðjast afsökunar á þessu og viðurkenna misstök eða skamma þá sem komu fram í nafni klúbbsins en voru ekki með leyfi fyrir því. Ef þeir gera ekki neitt þá mun ég aldrei skrá mig í klúbbinn sem hef alltaf ætlað að gera og mun alltaf tala niður til hans í framtíðinni.
Þeir verða að athuga að ímynd þeirra er slæm og þeir þurfa ekki svona vitleysu til að auka athygli á sér.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 08:00
Fljúgandi stjórnmálamenn
Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn eru farnir að vera svokallað þotuliðið. Það er ekki gaman að sjá að forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru að biðja íslendinga til að spara en eyða sjálf miklum peningum. Mér þykir hrikalegt að sjá hvað aðstoðarkonan hans Geirs, Gréta Ingþórsdóttir segir kostnaður hafi aukist um 100.000 - 300.000 krónur. Voðalega er þetta skrítið svar, gat hún ekki sagt bara nákvæma tölu hvað kostnaðurinn jókst mikið. Það er greinilegt að þau hafi ekki skipulegt þetta nógu vel og hafa bara farið auðveldu leiðina. Síðan þykir mér leiðinlegt að heyra aðra aðila finna leið til að afsaka þetta, telja fram tíma og þægindi. Ég hef ferðast erlendis og hef séð marga vinna meðan þeir bíða og mér skilst að það sé nóg að lesa þegar maður er alþingismaður og tel ég þennan tíma sem þetta tekur ekki tap. Ef þörf er á netsambandi þá eru það á flestum hótelum og ég er viss að þau gista ekki á farfuglaheimilum. Hvernig sem þið ferðist þá á ekki að pirra fólkið með svona rugli. Ef þessir aðilar vilja réttlæta svona kostnað þá á ekki að fela þetta, þeir eiga að vita að íslendingar borga brúsann.
Guðmundur
2.4.2008 | 21:17
Ja hérna !!!!
Núna var stórleikur í meistaradeildinni, Arsenal fékk liverpool í heimsókn og ekki var spennan lítil. Það er ekki hægt annað en að segja að liverpool spilaði þennan hrikalega vel. Varnaleikur liverpool var sterkur og sóknarmenn Arsenal gátu ekki neitt. Það verður mikil spenna næsta þriðjudag. En því miður vöru misstök hjá blásaranum í kvöld, þessi hollendingur hefur örugglega aldrei átt eins góðan leik á ferlinum, en viti menn, STÓRMISTÖK þegar hann dæmir ekki vítaspyrnu þegar hleb er togaður niður. Dómarinn var á frábærum stað til að sjá þetta en ég veit ekki hvað þetta getur kostað mína menn, en vonandi ekki. Yrði ekki hissa ef við myndum sjá dómarann í hollandi klæddan liverpool treyju (joke ). Fyndnasta atriðið í leiknum var bendtner þegar hann klúðraði markinu hans fabregas. Hvað var hann að pæla ????. En síðan var hann dæmdur rangstæður sem Gylfi Orrason segir að það hafi ekki verið rétt. Gylfi segir að carragher sé inni sem leikmaður þrátt fyrir að hann hafi runnið útaf vellinum. En það skipti ekki máli þar sem ekkert mark kom.
Síðan sá ég viðtal við benites og hann sagðist ekki hafa séð hvort þetta hafi verið víti en hann sá að þetta var rangstæða á bendtner, hvernig sá hann það og ef hann hefði séð það, kann hann þá ekki reglurnar ??? Því miður hef ég ekki trú á þessum þjálfara og býst ég við því að hann fari mjög fljótlega frá félaginu.
Því miður er ég ekki búinn að heyra neitt í Wenger og það verður bara að koma síðar.
mbk
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 18:26
Bíla biðraðir
Það virðist vera komin hefði fyrir biðröðum á íslandi. Við erum að tala um trukkabiðröð síðustu daga og núna í dag var biðröð á bensínstöðvar. Ég hélt að forstjóri N1 hafi lesið bloggið mitt þegar ég var að dissa olíufélögin. Það hlaut að koma að því að samviska þessara risa myndi vakna og myndi gera eitthvað til að breyta ímynd sinni. Það er erfitt að dissa þennan dag nema að ég sá ekki öll olíufélögin taka þátt í þessu og þetta lifir víst bara í einn dag. En möguleikinn er sá að skeljung geri þetta einhvern annan dag sem er mjög hentugt fyrir neytendur. Ég vil nú bara vera kröfuharður á félögin og óska eftir fleirri dögum og sérstaklega þegar ferðatímabilið fer af stað.
Ég segi bara þrefalt húrra fyrir þeim sem lækkuðu verðið í dag, Hurra !! hurra !! hurra !!
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 23:24
Hvernig væri að okkar alþingismenn ......
Það er kominn tími að okkar þingmenn þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Það var dýrt hjá Ikke Kanerva fyrir það eitt að senda nektardansmær sms. Hann reyndi eftir bestu getu að koma sér frá þessu en því miður er maðurinn sekur og kemst ekki upp með þetta. Ég er ekki að segja að okkar þingmenn séu að senda sms á nektardansmeyjar en þeir taka sjaldan ábyrgð á sínum gjörðum. Það er kominn tími til að breyta þessu og vona ég að þeir geti búið til nefnd sjálfir eða hreinlega setja valdið á forsætisráðherra. En þá er spurning hver getur sett pressu á forsætisráðherra???
Þetta á líka við alla sem eru að vinna fyrir borgir, bæjarfélag eða sveitarfélög. Það er ekki líðandi þegar menn eru ekki að vinna að heilindum og sérstaklega þegar það myndast spilling í starfinu.
Ég get örugglega sagt það án þess að fara með rangt mál að allir embættismenn hafa fengið boð í gegnum tíðina, einhvern bóndinn hefur boðið hænu, annar aðila bauðst til að gera við einkabílinn eða byggt hús. Það vita allir hér á landi að allir alþingismenn sem eru með ráðuneyti að þeir hafa bilstjóra til að skutla þeim á milli húsa, ertu viss um að þeir skutla ekki einhverju sem kemur ekkert vinnunni við. Ef þú lesandi góður gerir þetta á vinnubílnum, þá kallast það "svíkja undan skatti".
Það sem ég vil er einfalt, embættismaður standi og falli með sínu starfi eins og við hin.
Kveðja
Guðmundur
31.3.2008 | 22:27
Íþróttir í sjónvarpi !!
Það verður að segjast að við erum örugglega heimsmeistarar í beinum útsendingum frá íþróttum, þetta er náttúrulega sjúkleiki. Ég horfði á IR vs KR í 8 liða keppni í Iceland Express deildinni. Þetta var hrikaleg viðureign og frábær skemmtun. Auðvitað eyðilagði það ekki að KR sigraði í leiknum. Oft í útsendingunni sagði gesturinn í útsendingunni að það ætti að setja stillimyndina á allar aðrar rásir því þetta er rosalegur leikur. Er það kannski ekki þegar búið??? þá meina í ljósi áskriftar eða var hann að meina að þetta ætti að vera sýnt í opinni dagskrá ??? Ætli það. Ég verð að viðurkenna að ég eyði miklum peningum í íþróttarásir svo ég missi ekki af neinu sporti. Ég hef oft hugsað hvort ég ætti ekki vinna við þetta. En ég komst fljótt að því að það hentar mér ekki þar sem ég get horft á fleirri viðburði í sjónvarpinu en að vera á staðnum og lýsa leik. Kannski eru mestu vonbrigðin að ég fái ekki að vera gestur í beinni útsendingu sem nokkurskonar snillingur sem veit allt og hvað gerist næst, því miður er ég ekki hæfur í það heldur, ætli það sé því að ég er KR-ingur??
Alla vega þá finnst mér stöð 2 sport standa sig vel að ná viðburðum og því miður getur maður ekki ætlast til að fá þetta frítt þar sem kostnaður við þetta er mikill. Auðvitað má gera betur, stöð 2 sport er með 4-4-2 á laugardögum en mér finnst vanta aðeins til að slútta helgunum eins og í englandi, sá þáttur heitir "last word" með Andy Gray. Þarna er farið yfir marga hluti, dómgæslu, tilþrif og afhverju gerði hann þetta svona en ekki hinsegin. Vægast sagt snilldarþáttur.
Endilega koma með smá ábendingar til þeirra, þeir þola alveg gagnrýni þarna á stöð 2 sport.
Kveðja
Guðmundur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 13:37
Silfur Egils í gær ...
Ég sá þáttinn í gærkveldi, mér líst ekkert á hvernig stjórnvöld eru að taka á þessu "kreppumálum". Þarna voru staddir fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra og litu mjög alvarlega á þetta mál og vildu skjóta öllu í nefndir og sjá hvað gerist í framhaldinu með krónuna. Getur það verið að þetta þurfi að vera svona þungt í vöfum ??? Mér leiðist alla vega að sjá alþingismenn vera að rífast um litla hluti á alþingi þegar þeir eiga að taka mál eins og breytingu á gjaldmiðli hér á landi. Áður fyrr var það þannig þegar það kom mikill fiskur á land, þá var bara unnið þar til verkið væri búið, ekki geymt. Þetta er mikið mál í mínum huga og þeir eiga ekki að komast upp með það að draga lappirnar.
Atli Gíslason var þarna líka og eftir að hann sagðist fyrst vilja sjá lögreglumann falla í starfi áður en þeir verða vopnaðir, þá langar mér ekki að taka mark á honum, þrátt fyrir að hann sé með góða punkta. Hann var að nefna að ríkisstjórnin ætti að fella út hin ýmsu gjöld til að koma veg fyrir samningar falli ekki úr gildi. Ágætur punktur hjá honum, en er það nóg. Þessi kauphækkun var ekki neitt neitt og mér finnst við þurfum að gera eitthvað róttækara en það.
Maður sér ekki alveg hvernig þetta á að virka með þessa ríkisstjórn, hún er með allt í nefndum og allt mun gerast mjög hægt. Ekki gott, en annað verra. Það eru tveir stærstu flokkarnir sem mynda þessa ríkisstjórn og ef ég vil refsa þeim í næstu kosningu þá verð ég að velja annan flokkinn þar sem stjórnaraðstöðuflokkarnir eru frekar litlir og aumingjalegir. Það er öruggt mál að það þýðir ekki að vera með marga flokka stjórn hér á landi. Borgarmálin hafa sýnt það. Hvað skal gera, veist þú það ???
Kveðja
Guðmundur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 14:51
Enn og aftur léleg dómgæsla í ensku deildinni
Ég var að enda við að horfa á Chelsea vs Middlesboro. Þetta var ágætur leikur og maður sér að Chelsea er ekki að spila eins vel og maður hélt og mér sýnist United taka þetta í ár. Því miður. En auðvitað geta lið náð þeim þegar maður horfir á dómara sleppa augljósri vítaspyrnu sem boromenn áttu að fá. Það var einn góður dómur í gær í leik Arsenal vs Bolton, það var þegar diaby var rekinn útaf, maður er alltaf að tala um að vernda leikmenn fyrir svona ljótum tæklingum. En samt var ekki alltaf hægt að hrósa dómaranum því hann var að veifa gulu spjaldi á fabregas og síðan var jafn ljót tækling gerð á senderos og sá aðili slapp. Það vantar allt jafnvægi í þetta. Það er meira segja farið að skrifa um þetta í erlendum fjölmiðlum og það er komið af sjálfum leikmönnum í deildinni. Síðan þykir manni frábært að sjá hvernig þeir eru að refsa lélegum dómurum, þeir eru að senda þá í neðri deildir og hvað eiga þeir að gera við þá, sætta sig við slæma dóma. Fáránleg niðurstaða.
Ég bendi bara KSÍ að gera eitthvað róttækt í sínum málum ef þetta er að koma upp í leikjum í íslenskri knattspyrnu.
Guðmundur
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)