Okur í bíó !!!!!

Ég fór í bíó með peyjana til að sjá "Underdog".  Hef ekkert að setja útá myndina sjálfa, bara svona venjuleg barnamynd sem þau hafa gaman af.  Mér þykir aðeins og mikið að borga 2.000 kall fyrir okkur í bíó.  Strákarnir eru 3 (almost 4 eins og hann segir oft) og 9 ára og svo ég.  Verðið var 450, 650 og 900 kall.  Strákarnir fara ekki einir í bíó þannig að fullorðinn verður að fara með.  Alla vega með þeim minni.  Þessi 2.000 kall er ekki með nammi innifalið sem leggst ofan á allt saman.  Ég fór bara á nammibarinn hjá Hagkaupum (50% afsláttur). Það kostaði mig 600 kall með gosi (nammi handa mér líka W00t) Ég verð að viðurkenna það að ég myndi fara oftar í bíó ef verðið væri ekki svona dýrt, þetta er nefnilega mjög gaman fyrir peyjana og þetta bitnar mest á þeim.  Það var tómur salur sem sýnir að verðið er alltof hátt, þannig að það rúmaði vel um gestina. Þarna voru komnir Dr.Gunni og sonur, Heiðar í Botnleðju (leikskólakennarinn á leikskólanum hans Enoks) svo eitthvað sé nefnt.

 Ef ég tek þetta saman, þá er þetta ábending til bíóhúsa að lækka verðið til að taka pening inn á magninu en ekki með háu verði.

Guð


Ísland í dag....þáttur sem er á stöð 2 alla virka daga.

Þessi ágæti þáttur er alltaf stútfullur af efni, en því miður þykir mér þetta farið að vera frekar sýnishorna þáttur en þáttur sem fjallar virkilega um hlutina.  Ég sá um daginn þegar borgarmálin voru til umræðu og voru fengin borgarfulltrúar til að ræða málin, því miður var málefnið of mikið fyrir svona stuttan þátt og hvað þá bara part af honum. Tíminn sem var gefin í þessa umræðu var það lítill að kynningin á gestum var lengri en umræðan (kannski of sterkt tekið til orða) þannig að fólk fékk ekki að klára að segja sitt álit á þessu.  Auðvitað er ekki hægt að klára öll borgarvandamálin á 20 - 30 mínútum en alla gefa þeim meira en 5 mínútur. Þegar ég er að horfa á umræðu um pólitík þá vil ég fá meira af svörum en spurningum eftir þáttinn.  Báðir þessi aðilar sem voru til umræða þarna litu út eins og vitleysingjar í mínum augum því þau náðu bara að muldra ofan í hvort annað með engum skýrum svörum við spurningum frá spyrli þáttarins. Auðvitað eru margir hlutir góðir og skemmtilegir en má samt gera betur. 

Ef ég verð svo heppinn að Svanhildur Hólm lesi þetta, þá vona ég að hún taki þetta til sín sem stjórnandi á þessum þætti og breyti þessu til betri vegar.

Guðmundur


Hvað getum við gert ???

Núna er kominn tími til að standa saman og gera eitthvað í þessu bensín/dísel verði.  Ég var að keyra fram hjá Shell Laugavegi (næturvaktin).  Per líter kostar 149,50 í sjálfsafgreiðslu (dísel), það munaði litlu að ég stoppaði bílinn og myndi ýta honum.  Það var viðtal við framkvæmdastjóra N1 um daginn og hann sagði að þeir hafa verðið þannig að þeir fá 30 krónur fyrir per lítra til að reka sig.  En það er næstum 120 kall til viðbótar sem ég skil ekki.  Erum við að tapa glórunni í stjórnmálum eða eru þessir eigendur að ljúga að okkur með 30 krónurnar?  Alla vega veit ég að Atlantsolía er ekki að lækka hjá sér og ekki er mikil yfirbygging þar.  Það virðist vera alveg sama hvaða bensínrisi er hér á landi, þetta er allt eins. Ég var staddur á Flórída í febrúar og við vorum með bílaleigubíl og þurftum að taka á hann bensín, við tókum 101 líter og kostaði það 5.700 krónur og ég reiknaði það miðað við okkur þá kostaði það 14.050 krónur. Það eru allir brjálaðir í USA því að þetta er hátt hjá þeim.  Ekki skil ég okkar mál því vegalengdirnar hjá þeim eru margfald meiri en hjá okkur. Núna óska ég eftir að fólk fari að mótmæla þessu af krafti og reyni að komast í alla fjölmiðla til sýna samstöðu. 

Guð


Koma svo ..

Heyrði í útvarpinu í morgun að maður í Parma hafi lögsótt konuna sína vegna getuleysi hjá sér.  Hans skýring var sú að hún nöldraði svo mikið að hann stressaðist upp og endaði með fyrr greindum afleðingum.  Þetta er eitthvað sem við getum notað þegar konunar okkar eru farnar að ryksuga yfir boltanum eða byðja okkur að setja í þvottavél.

Ég mun fylgjast með þessu máli fyrir okkar hönd strákar.

Guð


Ráðningaskrifstofur.

Þessi ágæta starfsgrein er frekar sérstök og þú sem ert að leita að vinnu þarft að vera með allt á hreinu.  Ég er búinn að fara hringinn og skoða þessi fyrirtæki, það sem ég myndi gera núna ef ég færi aftur af stað þá tæki ég undirbúning mikið alvarlegri en ég gerði fyrst.  Það allra helsta er að skoða sig sjálfan, þú þarft að vera búinn að spyrja þig allra spurninga sem þú mátt eiga von á þegar þú ferð í viðtölin, t.d hvar er þinn styrkur og veikleiki, hvernig þú sérð framtíðina og hver er þinn metnaður fyrir þetta fyrirtæki.  Þeta er bara smá hluti og sumir aðilar njóta sín að koma með erfiðar spurningar.  Síðan er það persónuleikapróf, puff það var leiðinlegt próf og guð sé lof að það getur ekki neinn fallið Joyful.  Sumar skrifstofur eru að vinna vinnuna sína en aðrar ekki.  Það borgar sig að vera alltaf vakandi á netinu og hringja í einhvern tengilið reglulega til að sýna áhuga hjá þér.

Síðan er það alltaf félagarnir....."veist þú um vinnu" það virkar líka.

 Guð


Hún á afmæli í dag !!!!

Jæja, núna meiga allir sem þekkja til óska fallegustu konunni á mínu heimili til hamingju með afmælið, Þessi snót er 37 ára.  Allir pakkar eiga að sendast til mín og ég kem þeim á framfæri.  Því miður verður afmælisbarnið ekki heima fyrr en seinnipart kvöldsins.

Guð


Arsenal rúllar yfir AC mílan.

Ég hef til margra ára verið með leikina í beinni heima, núna er ég búinn að segja öllu dótinu upp og hef verið að fara á pöbbinn.  Minn heimapöbb er Tropicana "sport" pöbb.  Þar er mæta mjög fáir en undanfarið hafa United menn verið að mæta þarna. Í kvöld fór ég og þarna voru 20 -25 manns en salurinn var samt tómur.  Mér til mikillar vonbrigða þá var annar skjávarpinn bilaður og United leikurinn var aðallinn.  Ég rauk út og keyrði niður á ölver, ég fékk stæði á efstapalli og ég var að hugsa hvort Hreyfing væri að gera það eða svona margir að horfa á boltan.  Viti menn, það var allt stútfullt og ég þurfti að standa allan tíma með gargandi lið yfir mér.  Það sem mér þykir hrikalegast við þetta að það voru saman komnir menn að éta og drekka bjór í massavís.  Flest allir aðilar sem voru þarna duttu inn í bílana síðan og óku heim.  Ég mæli með að lögreglan verði þarna einhvern daginn og tékki á mönnum.  Ölver seldi örugglega fyrir hundruði þúsunda vegna fótboltans. En eina sem ég keypti var kaffibolli á 200 kall, þetta var versta kaffi sem ég hef smakkað í langan tíma.

 En að boltanum, þetta Arsenal lið er magnað þegar það nennir að spila sexy fótbolta (eins og Pétur Pétursson sagði með KR). Það var alveg sama hvað Kaká og Gattusso gerðu, það var stoppað.  Aginn hjá Wenger í þessum leik var til fyrirmyndar og þeir áttu skilið að taka þennan leik 0-4. Ótrúlegustu menn reyndu fyrir sér fyrir framan markið og það var greinilegt að mínir menn ætluðu að sigra.  Það er mjög erfitt að taka einhvern sérstakan úr þessu liði því mér fannst þeir allir vera glimmrandi.  Þeir sem halda með einvherjum öðrum liðum er velkomið að vitkast með okkur Arsenal mönnum.  Endilega kíkið á hvað menn sögðu eftir leikinn á þessum linkum:

http://www.skysports.com/football/match_reaction/0,19764,11065_2933253,00.html

http://www.mirror.co.uk/sport/football/2008/03/04/arsene-wenger-slams-arrigo-sacchi-over-young-gunners-jibe-89520-20339802/ 

 mbk

Guð


Hvert fer launahækkunin mín ???

Alltaf jafn mikið vandamál þegar kjarasamningar eru lausir.  Verkalýðsfélögin eru alltaf að semja af sér og það virðist vera ómögulegt að semja rétt og á réttum tíma.  Ríkið er að tuða yfir verðbólgu o.s.fr.  Þetta er bara svo fyndið þegar maður fer yfir þetta.  Mig langar að koma með frekar einfalt dæmi sem ég hengi mig ekki fyrir. Segjum að ég sé með 200.000 í laun á mánuði og fæ 3% kauphækkun sem gerir þetta 206.000 krónur í heildarlaun. Af þessum 6.000 krónum er búið að taka strax skatta 35,72% sem þýðir að eftir er 3.857 kr.  Einhverstaðar las ég á netinu að 4 manna fjölskylda þyrfti 90.000 krónur til að kaupa mat, bensín, áskrift á fjölmiðlum, sími og föt.  Af þessari upphæð hverfa 2.700 krónur vegna hækkunar af þessari þjónustu og eftir standa 1.157 krónur. Við erum að tala um 7 krónur per klst á dagvinnutíman minn sem verður eftir, takið eftir að ég er ekki með neitt aukabruðl eins og bíó, leikhús, veitingastaði eða  blóm handa konunni á konudaginn svo ég þurfi ekki að sofa í sófanum. 

Von um bjartari framtíð

Guð


Starfsmenn !!!

Þegar maður er með fólk í vinnu þá þarf maður að vanda vel til og borga góð laun fyrir rétta aðila.  Ég frétti af máli sem varð til þess að starfsmenn týndu sendiferðabíl.  Þessi ágæti bíll var skilinn eftir fullur af vörum sem hentar mjög vel til að fjarmagna kaup á kjötfarsi og brauði til að búa til rónabrauð. Auðvitað hvarf bíllinn og menn lyfta öxlum og segja bara "Ó er það" 

Punnsið í þessu er þetta, er ekki betra að borga laun fyrir aðila sem geta borið ábyrgð ??? Því fylgir að starfsfólk hugsar meira um hag fyrirtækisins og vill að það blómstri. Er kannski til önnur leið ???? 

Guð,


Vera eins og hinir íslendingarnir

Ég bjóst ekki við þessu að ég myndi stofna blogg síðu, var alltaf á leiðinni að gera heimasíðu.  En svona breytist maður.  Hvað skal gera, bara koma á framfæri sem enginn nennir að hlusta á mig segja en eru samt forvitnir að vita hvað ég er gáfaður.  Hér er ekkert heilagt og vona ég að ég fái viðbrögð við mínum skoðunum hvort sem þér líkar betur eða verr.  Þetta er eini möguleiki fyrir þig að fá mig til að taka mark á þér W00t

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband