19.3.2008 | 08:08
Afhverju erum við með verkalýðsfélög ??
Nú eru samningar í höfn, eru þeir góðir, ekki fyrir mig. þessi samningur er bara fyrir þá sem eru ekki búnir að breyta um starf síðan september 2006. Ef þú hefur skipt um starf frá sept - dagsins í dag og ert með sömu laun, þá ertu bara að tapa. Verkalýðsfélagið samdi um það að þú hefur þegar fengið launahækkun við að skipta um starf, er það eðlilegt? NEI !!! Ég spurði félaga minn til hvers þessi félög eru, hann sagði fljótt að þetta væri fyrir lálaunafólk og pólverja, ég var aðeins að melta þetta og spyr ef svo er, þurfum við þá svona mikla yfirbyggingu.
Það er kominn tími til að taka kerfið í gegn og fara að biðja um almennilega samninga. Það er alltaf verið að halda niður launum vegna rauða striksins en er ríkið að hjálpa okkur núna þegar allt er að fara til fjandans. Öll lán hækka vegna krónunnar og olía hækkar þrátt fyrir mikið framboð. Hvenær græði ég í þessum heimi, jú.....vinna svart, það er málið. Er einhver þarna úti sem þarf starfsmann, bóna bila eða handlagin aðila til að leggja parket o.s.fr Auðvitað allt borgað undir borðið. Endilega sendu mér línu.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 09:12
Peningar vs skuldir
Hvernig virkar þetta eiginlega, ætla þessi ágæta ríkisstjórn að vera með vinnu eftir þetta kjörtímabil. Ef þetta verður ekki lagað þá muna allir kjósa stjórnarandstöðuna í næstu kosningum. Mér þykir leiðinlegt að sjá lánið á húsinu mínu hækka svona mikið og geta ekkert gert. Ekki get ég breytt láninu þar sem ég er með uppgreiðslugjald og líklega fæ ég ekki myntkörfulán. Ég heyrði Gissur fréttamann á bylgjunni tala um 20 millu lán hækkaði um millu við þetta fall á krónunni.
Seðlabankastjóri sagði í fjölmiðlum að hann viti ekki aflverju þetta er svona og hvað þá að hann viti hvað skal gera. Er hann ekki launanna virði þessi maður.
Ég sá í fréttum í gær að Pétur Blöndal vera frekar bjartsýnan á framtíðina, spurning hversu lengi verkalýðurinn þarf að bíða. Alla vega hækkaði ekki launin það mikið að það dekki þessa hækkun þar sem lánið er hærra en ársvelta í launum.
Ætli þetta ýti ekki undir svartabrask, núna er ég tilbúinn að vinna svart og fá það beint í vasann, ert þú til í það ???
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 13:13
Lögreglan...
Ég sá mannamál í gær og þar var Björn Bjarnason í viðtali um ýmis mál. Mér fannst hann ekki vera með neina lausn vegna öryggi lögreglumanna í starfi. Það var aðeins rætt inn á byssur og mér skildist á honum að það væri í skoðun og það tekur víst einhver ár. Á þeim tíma býst ég við að það verði búið að slasa einhvern lögreglumann áður en þetta fer í gegn. Einu sinni bar fólk mikla virðingu fyrir lögreglunni og ef það var eitthvað þá fengu þeir að njóta vafans í sínum málum, en það er breyttur tími í dag. Þetta ágæta dómsmál sem allir ræða um í dag sýnir að lögreglumönnum er ekki trúað þegar þeir segjast hafa öskrað að þetta væri lögreglan/police og það boðar ekki gott fyrir framhaldið.
Mér finnst persónulega að Björn Bjarnason ætti að laga þessa hluti með því að veita lögreglunni meira vald eða breyta lögum. Því miður hef ég ekki hugmynd hvernig á að leysa þetta, ég er bara maður með skoðanir í þessu máli.
Ég sá að vísu smá klausu í fréttablaðinu að Stefán Eiríksson væri að spekúlera í svokölluðum valdbeitingahundum. Kannski er það málið, en þeir eru ekki óeinkennisklæddir við störf. Þetta eitt og sér hjalpar ekki mikið en er samt í rétta átt.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 22:31
Arsenal, hvað er í gangi ??
Ég sá leik arsenal vs middlesboro í dag. Mér fannst mikið að mínum mönnum í þessum leik, en það var ekki það versta sem ég sá. Dómgæsla varð okkur að falli þar sem við gátum ekki klárað þennan leik sjálfir. Það var dæmt löglegt mark af arsenal vegna rangstæðu en boltinn kom af middlesboro manni. Síðan fengu þeir aukaspyrnu og Alli fyrrum arsenal maður var rangstæður en annar tók boltann og sendi hann fyrir og Alli sendi hann örugglega í netið. Þarna nýtti hann sér rangstöðuna og ætti markið þá ekki vera gilt. En svona er boltinn í dag, ekkert gekk upp hjá mínum mönnum.
Ég leit á þátt 4 4 2 og heyrði aðeins í snillingum sem eru þar og þeir voru mikið að tala um að Arsenal sé sprungið og eiga ekki möguleika á móti United og Chelsea. Þeir töluðu um að Wenger hafi ekki keypt neitt af leikmönnum í janúar og breiddin er of lítil hjá liðinu. Gæti verið rétt hjá þeim. Það skín hrikalega í gegnum umræðuna hjá þeim að þeir eru að styðja önnur lið í deildinni og geta ekki verið hlutlausir í þessu. Auðvitað myndi ég segja að 4 jafntefli er hrikalegt fyrir mína menn en ég get líka séð að heppnin er ekki með þeim. Önnur lið sem eru að berjast um þetta eru að spila hrikalega vel og maður sér ekkert stöðva þessi lið, en ég ætla mér ekki að afskrifa þetta hjá mínum mönnum.
Það sem verður að laga er dómgæsla og verndun á leikmönnum. Þetta leit vel út hjá Arsenal með mannskap áður en Silva var klipptur niður. Þessi dómgæsla er farin að skemma fyrir liðum og það þarf því miður að fara herða reglur svo lið þurfa ekki að vera með 4-5 menn í hverri stöðu, hvaða lið hefur efn á að borga mönnum 100.000 pund á viku. Ekki einu sinni United.
Áfram Arsenal,
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2008 | 14:05
Húsasmiðjan !!!
Ég fór í húsasmiðjuna með félaga mínum, hann var að versla eitthvað byggerídót, ég ákvað að kaupa mér eitthvað að drekka og var að teygja mig í 1/2 af coke, leit á verðmerkinguna og sá að þetta kostaði 160 kr. Mér þykir þetta vera frekar dýrt þar sem ég kaupi 2 lítra í bónus á 88 - 125 krónur. Því miður hef ég ekki verið að gera verðkannanir í byggingavöruverslunum en hugsa núna hvort það sé ekki kominn tími til. Ef álagning er sú sama og á kókinu þá versla ég annarstaðar í framtíðinni.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 08:33
Formúlan !!!
Núna er kominn tími gleðinnar þegar Formúlan er að byrja aftur. Þetta verður Ferrari ár og ég yrði ekki hissa ef mínir menn vinna tvöfalt í ár Eina sem ég er ekki alveg viss um, er betra fyrir mig að þetta sé á stöð 2 sport ?? Eina sem tryggir þetta er að þeir verða að sýna keppnina í opinni dagskrá, en þurfa þeir að sýna þættina sem þeir standa fyrir í opinni dagskrá ?? ég veit ekki, leyfi mér að efast um það. Það er svaka program í gangi núna og þeir virðast ætla að gera þetta flott í ár og af því vill maður ekki missa. Það væri gaman að fá einhverjar upplýsingar um þetta ef einhver veit.
Hérna er linkur til að sjá hvað þetta kostar og hvaða áskriftarleið þú vilt.
http://stod2.visir.is/?pageid=2051
Guðmundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 18:30
Afhverju er þetta svona !!!
Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, við erum með alþingishús fullt af fólki sem þykist vita allt. Maður er að sjá allskonar pólitíkusa gaspra í fjölmiðlum og blogga á netinu um sínar skoðanir. Auðvitað er það í lagi en þegar maður heyrir þá tala um eitthvað sem þeir vita ekkert um þá líta þeir ílla út. Þetta getur auðvitað verið klaufalegt þegar fólk fær ekki að skýra út sína hlið málsins þegar spyrlar í sjónvarpinu gefa þeim ekki tíma til. En er það afsökun ??? Nei, það held ég ekki. Það er um að gera að minna þá hver borgar launin þeirra.
Þjóðfélagið er alltaf að bíða eftir hvað þingmenn gera fyrir okkur almúgann. Við erum alltaf tilbúnir til að leggja okkur fram til að passa rauðastrikið svo verðbólgan fer ekki af stað. Allir alþingismenn tala um sparnað til að passa rauðastrikið, hverjir þurfa að spara, jú ég. Hvað eru þeir tilbúnir að gera, ekki mikið, eitt létt verk eins og hefur komið áður fram er að lækka gjöld á dísel bílum og olíu. Bara það hjálpar okkur kolviðajafna landið. Ef þeir reyna að stýra þessu að flestir kaupi díselbíla. Ég er með díselbíl og kostnaður við áfyllingu fór úr 120 krónum per lítra í 150 krónur. Bílinn tekur 90 lítra sem þýðir 2.700 krónur úr mínum vasa. Þetta ætti að vera auðvelt fyrir þá að laga þetta. Þetta ætti vera gott fyrir sparnað hjá ríkinu þar sem bílafloti þeirra er ekki lítill.
Síðan er það heitasta málið í dag, lögreglan. Við erum hrikalega ílla stödd með lögregluna, það vill ekki neinn vinna þetta starf og heldur fólk að það breytist eitthvað þegar fólk má ráðast á þá og sleppa svo við dóm. Við þurfum að laga þetta í snatri ef við ætlum ekki að vera bara með foreldrarölt í miðbænum. Stefán Eiríksson lögreglustjóri þarf að þramma með lið sitt á austurvöll og sýna þeim hversu alvarlegt málið er. Það dugir ekki að ræða við Björn Bjarnason, hann lætur ekki heyra í sér á þingi um þetta mál og virðist ekki vera inní þessu hversu alvarlegt mál þetta er orðið. Hann er kannski bara að hugsa um sérsveitina sína. En því miður þá dugir það ekki.
Ég hlusta alltaf á bylgjuna á morgnana og hlusta á Heimi og Kollu, mér þótti hrikalegt að heyra Atla Gíslason segjast frekar bíða eftir að lögreglumaður falli í starfi en að vopna lögregluna. Mér þætti gaman að sjá hann segja þetta þegar hann er í svona aðstöðu eins og lögreglumenn. Spurning, eigum við að hætta að þróa öryggi fyrir alla starfsmenn í landinu þangað til að þeir falli í starfi. Ætli Atli hafi ekki hugsað neitt þegar hann var að svara þessu. En er það gott að alþingismaður hugsi ekki neitt þegar hann talar? nei , það held ég ekki
Guðmundur
Bloggar | Breytt 14.3.2008 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 13:11
Kompás í gær.
Ég kom heim eftir að hafa pöbbast til að sjá Inter vs Liverpool og kompás var í gangi. Þátturinn var hálfnaður eða svo og það er greinilegt að þjóðin er að velta fyrir sér hvernig þetta mál fór svona. Það er komið útlendingahatur út af þessu og segir sagan að útlendingarnir eru farnir að hafa áhyggjur hvað gerist í framhaldinu. Ég hugsaði það sem kom fram í þættinum að það er alltaf sagt þegar slæmt er í fréttum að það var pólverji, letti sem var valdur af þessu en aldrei sagt að það hefði verið íslendingur. Mér finnst það svo sem ekki skipta máli hvaða þjóðar brotamaðurinn sé, aðallega að kerfið taki á þessu. Það er alveg greinilegt að það er mikil brotalöm á þessu og það er valla lögfræðingur á landinu sem er ekki að setja út á kerfið. Það er auðvitað hrikalegt að þetta mál sem var í kompás í gær breytist frá slysi í sakamál sem er ekki einu sinni hægt að gera neitt við. Þetta er eitthvað sem verður að laga með lögum eins og fólk er að ræða að sá sem á bílinn og tryggir hann sé alltaf bótaskyldur þar til hann geti sannað annað. Þetta hljómar hrikalega einfalt. Ég sendi foreldrum samúð mína og vonast til þess að þessi barátta fái þá sem geta lagað til í lagaflækjunni geri eitthvað í málinu. Það er nóg að þetta gerist einu sinni og það er meira segja einu sinni of oft.
Kveðja
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 21:16
Verslunin krónan ....
Ég hef alltaf verið duglegur að fara í matvöruverslanir til að versla inn fyrir heimilið. Í dag var það á mínum herðum að elda fyrir peyjana meðan konan var að raka inn fé fyrir heimilið. Ég var frekar seinn til að fara í bónus þannig að ég fór í krónuna upp á höfða (húsgagnahöllin). Það var svo sem ekki merkilegt sem ég keypti í matinn en allir voru sáttir við það. En það óvænta í þessu var við kassann sem maður greiðir fyrir allt dótið. Þá eru þeir komnir með sjálfsafgreiðslu við kassann. Mér þótti þetta spennandi og fór að skanna inn vörurnar sjálfur meðan starfsmaðurinn sem var að vakta þetta leiðbeindi mér á þetta. Ég var nú fljótur að reyna á kerfið og ætlaði mér að stela, það var snilldin við þetta að ég reyndi öll brögð við þetta og komst að því að kerfið vissi betur. Það er einhver vigt sem finnur hvort varan var skönnuð inn eða ekki. Síðan getur þú ekki skannað og sleppt að setja ofan í pokann, þú verður að fara eftir öllum leikreglum. Mér sýndist þeir vera með 4 svona kassa og 1 starfsmaður var að vakta þetta. Síðan verður maður að afhenda starfsmanninum afrit af miðanum. Ég verð að viðurkenna að ég treysti því ekki að þetta lækki matar reikninginn á heimilinu. Mér finnst líka að það megi sleppa að rukka fyrir pokann þar sem ég farinn að vinna alla vinnuna. Mér finnst að allir ættu að prufa þessa græju.
Ég tek ofan fyrir Krónunni með þetta og á eftir að fara þarna oftar og sérstaklega ef þetta lækkar verðið á körfunni.
mbk
Guð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 15:44
Bankar !!!
Núna er ekki friður fyrir bönkum þegar fer að kreppa að. Núna hafa þeir ekkert annað að gera nema hringja í viðskiptavini sína og jafnvel annarra banka. Það er kominn kreppa og þeir lána ekki peninga þannig núna er þeir að biðja mann að spara peninga og dæla þá inn í bankana. Hvernig getur það gengið upp þar sem skuldir íslendinga eru að aukast. Ég skipti um viðskiptabanka fyrir nokkrum árum síðan en ég er en þá að fá símtöl frá þeim gamla og jafnvel er ég að fá fleiri þaðan en frá mínum viðskiptabanka í dag. Manni þykir þetta skrýtið að sjá gamla bankann bjóða eitthvað sem hann gat ekki gert þegar ég óskaði eftir því á sínum tíma. Það sem pirrar mig lang mest er að sjá alla banka að bjóða einhverja afslætti í búðum eða bíóhúsum landsins, mér finnst að þeir ættu að einbeita sér að lækka gjöld fyrir þjónustuna. Við erum að greiða fyrir millifærslu á milli banka, það er verið að rukka fyrir upplýsingar í síma og það er verið að rukka fyrir sms upplýsingar. Hvernig væri að ég sem viðskiptavinur fái eitthvað fyrir að vera svona góður strákur að borga allt á réttum tíma og nota debetkortið svo þeir fái greiddar krónur fyrir hverja færslu. Um daginn var minn viðskiptabanki að breyta lögum vegna korta og þegar fólk var að fá þessar upplýsingar heim og þá var það ekki lesið. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar komust í málið að bankinn gafst upp og ákvað að hætta við þetta. Afhverju þarf þetta að komast í fréttir til að nauðga ekki viðskiptavininum. Ég óska eftir að allir sendi fjölmiðlun þegar bankar og önnur fyrirtæki eru að gera eitthvað af sér og biðja stöðvarnar að fara í saumana.
Guðmundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)