Færsluflokkur: Bloggar

Laun kennara,

Loksins eru grunnskólakennarar að fá hækkun, en er þetta nóg ??? Hvað gerist í framhaldinu ??? Eiga önnur stéttafélög eftir að fara fram á sömu hækkun ?? Hvernig fer þetta með rauðastrikið vegna verðbólgu ???  Þetta er fullt af spurning sem koma næstu daga.  En alla vega er gaman að sjá að laun eru að hækka. Vonandi gerist þetta á fleiri stöðum.

 Guðmundur

 


Þetta er mátulegt á LSH.

Mér þykir gaman að sjá að fólk keypti ekki þetta tilboð að fresta vaktarbreytingunni sem hjúkrunarfræðingum var boðið. Tilboðið frá forstjóra LSH var að fresta þessu til 5 mánaða, hlægilegt.  Það hefur væntanlega tekið 3 mánuði uppsagnafrestur hjá hjúkrunarfræðingum, ekkert var gert nema síðustu daga fyrir starfslok hjúkrunarfræðinga, mér þykir þetta allt of seint og fannst mér hjúkrunarfræðingar hafa staðist prófið með því að hafna tilboðinu.   Þetta tilboð átti örugglega að leysa vandmálið yfir sumarmánuðina og eitthvað fram á haust og síðan átti að skella nýja vaktarfyrirkomulaginu aftur á.  Auðvitað á þetta eftir að vera hrikalegt fyrir þá aðila sem þurfa á þjónustu þeirra að halda en maður getur samt ekki annað skilið þeirra sjónarmið. Vonandi er þetta eitthvað sem aðrir geta lært af þegar þeir eru að semja við starfsfólk.

Guðmundur


Nú er það búið..

Síðustu dagar eru búnir að vera svartir fyrir þá sem vilja sýna samstöðu og mótmæla opinberlega.  Þessi aðferð vörubílstjóra er ekki að virka þar sem þeir láta eins og skríll og ættu að skammast sín fyrir svona hegðun.  Eina sem ég er fúll með að svona hegðun að lögreglan lítur betur út eftir slæman dag við Rauðavatn.  Sturla kúkaði í buxurnar með því að ljúga að hann þekkti ekki manninn sem réðst á lögregluna en sagði líka að hann væri nú ný kominn úr hné aðgerð, hvernig vissi hann það þegar hann þekkti manninn ekkert??  Þegar fólk er að standa fyrir svona hlutum þá verða aðilar að passa sig hvað þeir segja, þeir eru ekki að rembast við neina nýgræðinga eins og lögregluna.  Lögreglan er með fullt af hámenntuðum mönnum til að klára þetta fagmannlega (alla vega hvað fjölmiðla varðar).  Núna verður væntanlega lítið um mótmæli núna þar sem fólkið er búið að missa trúveruleikan á Sturlu og félögum.  Því miður hefur þetta farið svo að fréttamaður missti vinnuna fyrir glappaskot við störf, auðvitað er þetta henni sjálfri að kenna og hún tekur afleiðingum sjálf.  Mér finnst að aðrir eigi að taka hana til fyrirmyndar.  Þá er ég að tala til okkar háu herra á alþingi. 

Hvernig sem þetta endar þá erum við ekki að sjá hvað svona mótmæli skilar okkur, mér sýnist ekkert gerast og það kemur mér á óvart ef það breytist eitthvað á alþingi.  Eina sem ég vil sjá er að við byrjum að undirbúa inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru.  Það þarf nefnilega að veltast á alþingi á tveimur þingum. 

 Eins og gamli vinnuveitandi segir "koma svo" 

Guðmundur


Var þetta æfing eða dómgreindarleysi ??

Hvert erum við að fara hér á landi, ég var einn af mörgum sem er búinn að fylgjast með þessum aðgerðum lögreglu í gær vegna vörubílstjóra.  Ég hef stutt þá í huga þessa ágætu vörubílstjóra og þykir gaman að sjá að það eru einhverjir sem þora eða hafa hugmyndaflug til að gera eitthvað. Aðferðirnar eru misgóðar og það er bara svoleiðis. Öll þessi læti eru því miður ekki búin leysa nein vandamál, það eru búnir að vera fundir á milli vörubílstjóra og ráðamanna ríkisstjórnar og Það var ekkert hægt að gera og það fóru allir þaðan ósáttir.  Er það kannski vendipunktur gærdagsins ??? Manni þykir leitt að sjá viðbrögð lögreglu (hvað sem hún kallar sig), ég er alveg klár á því að þetta eru ekki viðbrögð sem þyrftu til að leysa þetta upp í gær. Umfjöllun fjölmiðla var til þess að fólk hlykkjaðist á staðinn því þetta var spennandi að sjá lögregluna í þessari viðbragsstöðu.  Lögreglan missti alveg dómgreindina þarna og verð ég að lýsa vonbrigðum með það. Hvernig sem ráðamenn segja að þetta þyrfti til að halda reglu í landinu þá er ég viss um að það sé ekki alveg satt.  Ég neita að trúa því.  Ég sá ekki svona marga lögreglumenn þegar fólk var að hlekkja sig við tæki við Kárahnjúka.  Af hverju komu þeir ekki með víkingasveitina og piparúðan þá ???  Mér dettur ekki í hug að verja aðgerðir vörubílstjóra en ég er ekki sáttur við lögregluna og skemmdarverk þeirra á eigum annarra.  Það eins sem ég get leyft þeim núna er að njóta vafans því þeir eru ekki búnir að tjá sig nógu vel við fjölmiðla til að réttlæta hegðun sína.  Það má ekki bara hlusta á vörubílstjórana eina.

Ég sá Svanhildi Hólm fara hamförum gegn Sturlu í aukafréttum í gær og hún var nánast að segja að þetta séu orðin skrípalæti af hálfu vörubílstjóra.  Það var að vísu mín túlkun á þessu og mér finnst næsta skref hjá fréttamönnum að reikna út hvað þessu ágætu vörubílstjórar eru að mótmæla.  Alla vega það sem Sturla sagði í gær var Svanhildur ekki að trúa.

Alla vega finnst mér staðan vera þannig að við eigum von á meiri leiðindum og núna lítur þetta verr út fyrir lögregluna.  Þeir þurfa að undirbúa öll nýju tækin sín fyrir næsta stefnumót. 

Þegar ég var yngri þá sagði mamma mér ef einhver er tilbúinn í fæting við mig þá ætti ég að ganga í burtu.  Þetta ráð hennar hefur virkað vel.  Spurning hvort lögreglan eigi ekki bara að vera sýnileg og nota sektir.  Sleppum hörkunni því hún vindur alltaf upp á sig til verri vegar.

Guðmundur


Lazyboy stólar til sölu

Er með 2 stk af lazyboy stólum til sölu. Per stk selst á 15.000.  Endilega sendu mér mail á iceson@hotmail.com ef þú hefur áhuga.  Þú getur skoðað mynd af þeim vinstra megin á síðunni.

Guðmundur


Það er farið að róast...

Það er greinilegt að allt er farið að róast í fjölmiðlun vegna fjármála hér á landi.  Það er en þá smá umræða en ekki eins mikið og var.  Síðan hefur vörubílapestin hætt og allir eru farnir að gera sama hlutinn aftur án nokkurra breytinga.  Meira segja nennir fólk ekki einu sinni að kvarta undan ljótum gömlum húsum í miðbæ reykjavíkur.  Hvernig sem á því stendur þá er villi biðlaunamaður í borginni að poppa upp í fjölmiðlum að ræða um veggjakrot, þetta er bara hlutur sem ekki er hægt að stoppa, það eru allar stórborgir með þetta vandamál og þeir eru bara með teymi sem gerir ekkert annað en að þrífa eða mála yfir svona veggjakrot.  Það kostar peninga en það kostar líka að vera með einn borgarstjóra og tvo menn á borgarstjórabiðlaunum.  Hefði ekki verið skynsamara að láta villa byrja að vera borgarstjóri og þá þurfum við ekki að borga honum biðlaun.  Það kostar líka peninga. Flokkast svona hlutir undir spillingu ???? já ég verð að segja að þetta ágæta fólk sem er í þessu borgarstjórabaráttu hugsar ekkert nema um sjálfan sig og síðan borgina okkar.

 Eina sem ég óska eftir að fólk í þjóðfélaginu gerir "EKKI GLEYMA ÞEGAR KEMUR AÐ KOSNINGUM" það gerist því miður alltof oft.  Þetta á ekki bara við borgarmál, líka alþingi.

 Guðmundur


Mikið að gera hjá manni...

ég er bara ekki búinn að vera með huga við bloggið síðustu daga.  Ég ákvað að skipta um vinnu og það er búið að taka smá tíma að skila því af sér og síðan er maður auðvitað farinn að hugsa um nýtt starf.  Það eru fullt af spennandi hlutum að gerast hjá manni þessa dagana.  Ég er í fríi til að safna smá orku fyrir nýtt starf og ákvað að mála gluggana heima hjá mér, ég ætlaði bara að henda málningu á þetta og vera snöggur með þetta.  En það er víst ekki hægt, ég er búinn að taka öll opnanleg fög af og pússa og sparsla.  Við erum búin að vera með brjálaðan blástur síðustu 2 daga því ég get ekki sett opnanlega gluggana strax í.  Við erum að tala um dag 3 á morgun og ég veit að þetta klárast ekki fyrr en á miðvikudag.  Því segi ég við þig "maður hleypur ekkert í málningu á gluggana"

 Guðmundur


Umferðin á morgnanna.

Það eru ansi margir sem eru orðnir þreyttir á umferðinni þegar allir eru að flýta sér til vinnu.  Ég er líka einn af þeim.  Það var fyndið að keyra í morgun þar sem ég var ekki með neitt útvarp í bílnum þar sem var brotist inn og því stolið.  Eina sem ég gat gert var að horfa í kringum og fylgjast með fólkinu í næstu bílum.  Konur voru að mála sig og karlar að syngja eða gjamma í síma.  Það var árekstur í morgun sem tafði umferðina og fólk var greinilega meira pirrað í dag en oft áður.  Það var ekki neinn að gefa séns og ég þurfti að hálfpartið að troða mér til að geta farið á milli akreina.  Það var flautað og ég var nánast viss um að það yrði meira tjón.  Fólk var skammað að nota ekki stefnuljós og lögreglan er byrjuð að sekta fyrir að nota ekki stefnuljós.  Ef ég fæ ekki lipurð í umferðinni þegar ég nota stefnuljós, af hverju ætti ég að nota og hvað þá ég sé sektaður fyrir að nota það ekki.  Fólk verður að taka tillit til annarra í umferðinni, þér líður miklu betur ef þú þarft einhvern tíman að fá séns hjá mér.

 Guðmundur


Golfið er byrjað ..

Jæja, nú er bara gleði framundan þegar maður fer að hugsa um golfið.  Því miður er árangur síðasta árs frekar dapurt.  Ætli það sé til einhver hópur sem getur peppað mann upp til að auka getuna.  Það skemmir ekki ef einhver er til að fara með mann á æfingasvæðið til að fínpússa mann.  Básar eru nú að verða aðalheimil hjá kylfingum og ég hef séð gamla liði fara litla völlinn við korpu og það er snjór á honum.  Það er dapurlegt að segja að það sé bara einn golfhermir í gangi hér á höfuðborgasvæðinu sem sýnir metnaðarleysið.  Ég hef farið einu sinni í þennan hermi og verð að segja að ég var fyrir vonbrigðum því að peran í skjávarpanum var nánast ónýt.  Allir eru að tala um að það sé ekki sami hluturinn að vera í hermi og úti.  Nei það er rétt en þetta getur samt haldið utan um félagsskapinn og það er ekki lítið gaman.  Jæja, eins og ég sagði þá þigg ég hjálp til að koma forgjöfinni niður.

Guðmundur


Hvað gerir fyrirtæki fyrir starfsmann ...

Ég veit um starfsmann hér í bæ sem er að breyta um starf.  Hann hefur lifað miklar breytingar í fyrirtækinu og hefur alltaf hjálpað til við vöxt fyrirtækisins.  Auðvitað hefur hann fengið laun fyrir sitt verk en kveðjugjöf er annað.  Það er meiri virðing á bakvið það, eitthvað sem fyrirtæki sýnir þakklæti til starfsmannsins.  Ég verð að segja að ég man ekki hvenær hann byrjaði en hann hefur alla vega unnið með 5 framkvæmdastjórum.  Mér finnst ekki nóg að bjóða upp á köku og kaffi til að leyfa starfsmönnum að taka í spaðann á honum,  þetta á að vera eitthvað sem hann segir frá hvað hann fékk.  Það er ekki málið að þetta þurfi að vera dýrt en auðvitað má gefa verk eftir Tolla en það er ekki aðal málið.

Ég mæli með að allir framkvæmdastjórar skoða vel í kringum sig og sjá hvað þeir eru heppnir að hafa háan starfsaldur í kringum sig.  Það er ekki sjálfsagður hlutur í dag.

Guðmundur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband