Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 08:39
Mér farið að leiðast þetta VG lið
Ég var að hlusta á bylgjuna í morgun og það var verið að ræða við Ögmund vegna leigu á flugvélum fyrir alþingismenn, það virðist vera ein ferðin ein hjá þessu þotuliði og nú til Svíþjóðar. Þetta er að gera útaf við Ögmund og hann nefnir að þetta sé slæmt vegna mengunar. Er þetta það eina sem VG getur gert ?? ég veit ekki hvort Ögmundur og hans lið myndi slá hendinni á móti þessu ef þetta myndi bjóðast þeim. Því miður sýnist mér eins og ég hef áður sagt að stjórnarandstaðan er ekki að spila rétt úr sínum málum meðan ríkisstjórnin er að kúka í buxurnar.
Guðmundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 22:08
Körfubolti á íslandi !!!
Ég hef verið að horfa á úrslitakeppnina sem er í gangi í körfunni. Keppnin er hrikalega skemmtileg því það er spenna í öllum leikjum. En ég verð að viðurkenna að ég er að sjá mjög dapran hlut í þessu öllu saman. Allt sem er sagt í leikhléi er á ensku, erum við hætt með íslenskuna ??? Er þá ekki kominn tími til að taka annan gjaldmiðil ??? Það er verið að tala um í enska boltanum að það sé svo mikið að erlendum leikmönnum, en þeir eru samt að tala tungumál heimamanna. Ég veit ekki annað en Eiður þurfi að læra spænsku (katalónsku) til að spila með Barcelona. Afhverju er ekki krafist af erlendum leikmönnum að þeir tali íslensku ??? eða eigum við að skippa íslenskunni og taka upp ensku sem okkar tungumál ???´
Þið verðið að fyrirgefa mér, fullt af spurningum en engin svör. Kannski getur þú svarað þessu ??
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 19:21
Hækka jeppan sinn.
Ég hef verið að hugsa að hækka jeppann minn eða kaupa jeppa sem er búið er að hækka. Ég hef verið að fara með félaga mínum sem er á 38" breyttum bíl upp á langjökul, skjaldbreið og Eiríksjökul. Þetta er hrikalega gaman og sá ég um daginn að fólk er mikið að renna úr bænum og upp á Langjökul, þarna er fólk að fara á gönguskíði, snjóþotur o.s.fr. En hvað kostar þetta og hvað þarf ég að gera. Þessir bílar sem eru að fara í svona ferðir eru hækkaðir upp og eru læstir bak og fyrir. Ég hef verið að hugsa um 35" breytingu því konan vill ekki meira, enda tel ég það vera nóg því ég er eingöngu að hugsa um dagsferðir fyrir fjölskylduna. Fyrsta sem ég skoðaði hvað þetta kostar fyrir minn bíl, komst fljótt að því að það er of dýrt. Þá fór ég að leita af breyttum bíl, það er nóg til af 35" breyttum bílum en ég komst að því að 99% af þeim eru slyddujeppar. Það er að segja bara hækkaður upp og settir brettakantar. Svona breyting kostar c.a 300 - 500.000 krónur. Þetta eru bílar sem komast ekki mikið meira en bíllinn minn í dag, mér finnst það ekki peningana virði. Auðvitað er hitt dýrara og jafnvel 100% dýrara. Ég viðurkenni það að þetta kostar hrikalega mikið en ég spyr mig með hin 99% sem hækka bílana bara út á útlitið, mér finnst það peningaeyðsla.
Ef þið vitið af 35" breyttum Pajero (ekki eldri en 2004) með læsingum og tilheyrandi þá má senda mér meil á amus@simnet.is
kveðja
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 18:12
þú segir upp eða þér er sagt upp ....
Hvernig er þetta með rétt fyrirtækja og einstaklinga. Þegar starfsmaður segir upp þá á hann 3 mánuði nema annað sé samið. Ef starfsmaðurinn fer strax þá þarf ekki að greiða laun fyrir þessa 3 mánuði. Þetta er yfirleitt auðveldara í vinnslu en að segja upp starfsmanni. Ef þú vilt segja upp starfsmanni þá getur hann verið í 3 mánuði en yfirleitt enda svona hlutir ekki eins og til er ætlast og báðir aðilar eru ekki ánægðir. Segjum að ætlast er til af starfsmanninum sem var sagt upp að hann vinni 3 mánuði en hann vill hætta strax, hvað getur fyrirtækið gert ?? Haldið launum ?? kannski. En það sem er verst við þetta allt er að starfsmaðurinn er yfirleitt ekki að hugsa um hag fyrirtækisins meðan uppsagnafresturinn er að renna út. Það þarf greinilega að hugsa aðra lausn í svona málum. Hver sem á í hlut þarf að losna úr vinnu eða losna við starfsmann strax. Ég verð að viðurkenna það að ég myndi ekki vera eins ferskur í starfi þegar hugur manns er komin í annað starf og ekki yrði ég jafn ánægður í starfi eftir uppsögn. Hvernig sem þetta lítur út þá er það greinilegt þegar fyrirtæki eru að ráða starfsmann þá þarf að vanda vel til verka því þetta er dýrt dæmi. Auðvitað getur sú staða komið upp að það sé nauðsýnilegt að borga starfsmann út til að losna við hann en það er staða sem fæstir vilja gera.
Eins og staðan er núna ert þú sem atvinnurekandi alltaf aðilinn sem tapar mest nema samningur næst.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 14:42
Jæja, nú er þessu lokið ............
Arsenal er búið að gefa eftir í titilbaráttunni. Þessi leikur var hrikalegur af okkar hálfu og liverpool menn nýttu sér það. Vonandi er þetta ekki að endurspegla þriðjudaginn næsta. Wenger verður nú að viðurkenna það að hópurinn hans er of þunnur til að klára svona erfiða deild plús bikarkeppnir. Það var ekki neinn að spila í þessum leik að neinu viti og verður þetta að fara í gang. Meiðsli eru búin að hrjá arsenal menn en það er ekki afsökun. Við erum búnir að eiga fínt tímabil framan af en síðan kúkaði liðið á sig. Þetta þýðir að arsenal þarf að versla meira breidd en ekki treysta of mikið á ungu strákana sem eru fyrir utan liðið. Það getur líka verið að Afríkukeppnin sé að fara með okkur en það er sama með önnur lið. En ég held því samt fram að arsenal liðið er að spila skemmtilegasta bolta í deildinni og mér þykir leitt að það skili ekki nóg af stigum.
Áfram Arsenal.....
Guð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 14:11
4x4 klúbburinn fær skammið þessa vikuna.
Ég veit ekki hvað þeir eru að pæla þarna hjá 4x4 klúbbnum. Þeir skipuleggja mótmæli vegna bensínverðs og voru að teppa alla umferð í bænum. Þeir eru ekki að pæla í því að vinsældir þeirra er ekki mikil meðal íslendinga sem eiga ekki jeppa til að fara á fjöll. Mómælin voru ekki að hjálpa til að fá samúð með atvinnubílum þar sem jepparnir eru bara leiktæki og ég verð að segja að það er þeirra val að eiga þetta en nauðsýn. Stjórn 4x4 ætti að koma fram og biðjast afsökunar á þessu og viðurkenna misstök eða skamma þá sem komu fram í nafni klúbbsins en voru ekki með leyfi fyrir því. Ef þeir gera ekki neitt þá mun ég aldrei skrá mig í klúbbinn sem hef alltaf ætlað að gera og mun alltaf tala niður til hans í framtíðinni.
Þeir verða að athuga að ímynd þeirra er slæm og þeir þurfa ekki svona vitleysu til að auka athygli á sér.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 21:17
Ja hérna !!!!
Núna var stórleikur í meistaradeildinni, Arsenal fékk liverpool í heimsókn og ekki var spennan lítil. Það er ekki hægt annað en að segja að liverpool spilaði þennan hrikalega vel. Varnaleikur liverpool var sterkur og sóknarmenn Arsenal gátu ekki neitt. Það verður mikil spenna næsta þriðjudag. En því miður vöru misstök hjá blásaranum í kvöld, þessi hollendingur hefur örugglega aldrei átt eins góðan leik á ferlinum, en viti menn, STÓRMISTÖK þegar hann dæmir ekki vítaspyrnu þegar hleb er togaður niður. Dómarinn var á frábærum stað til að sjá þetta en ég veit ekki hvað þetta getur kostað mína menn, en vonandi ekki. Yrði ekki hissa ef við myndum sjá dómarann í hollandi klæddan liverpool treyju (joke ). Fyndnasta atriðið í leiknum var bendtner þegar hann klúðraði markinu hans fabregas. Hvað var hann að pæla ????. En síðan var hann dæmdur rangstæður sem Gylfi Orrason segir að það hafi ekki verið rétt. Gylfi segir að carragher sé inni sem leikmaður þrátt fyrir að hann hafi runnið útaf vellinum. En það skipti ekki máli þar sem ekkert mark kom.
Síðan sá ég viðtal við benites og hann sagðist ekki hafa séð hvort þetta hafi verið víti en hann sá að þetta var rangstæða á bendtner, hvernig sá hann það og ef hann hefði séð það, kann hann þá ekki reglurnar ??? Því miður hef ég ekki trú á þessum þjálfara og býst ég við því að hann fari mjög fljótlega frá félaginu.
Því miður er ég ekki búinn að heyra neitt í Wenger og það verður bara að koma síðar.
mbk
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 18:26
Bíla biðraðir
Það virðist vera komin hefði fyrir biðröðum á íslandi. Við erum að tala um trukkabiðröð síðustu daga og núna í dag var biðröð á bensínstöðvar. Ég hélt að forstjóri N1 hafi lesið bloggið mitt þegar ég var að dissa olíufélögin. Það hlaut að koma að því að samviska þessara risa myndi vakna og myndi gera eitthvað til að breyta ímynd sinni. Það er erfitt að dissa þennan dag nema að ég sá ekki öll olíufélögin taka þátt í þessu og þetta lifir víst bara í einn dag. En möguleikinn er sá að skeljung geri þetta einhvern annan dag sem er mjög hentugt fyrir neytendur. Ég vil nú bara vera kröfuharður á félögin og óska eftir fleirri dögum og sérstaklega þegar ferðatímabilið fer af stað.
Ég segi bara þrefalt húrra fyrir þeim sem lækkuðu verðið í dag, Hurra !! hurra !! hurra !!
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 11:14
Heimanám
Afhverju er þetta svona hér þegar aðrar þjóðir eru að breyta þessu hjá sér. Ég og sonur minn eyðum töluverðum tíma um hverja helgi að læra heimanámið hjá honum. Þetta er svo sem ágætt og gaman að þessu en það vottar fyrir smá leiðindum þegar ílla gengur. Hann hefur auðvitað alla vikuna til að klára verkefnin en afhverju að geyma það. Alla virka daga er eitthvað prógramm í gangi sem gefur ekki mikinn tíma til að læra, mestalagi að lesa sem hann gerir á hverjum degi. Hann er í 4 bekk og mér finnst þetta ætti að klárast í skólanum.
Aðrar þjóðir eru að breyta þessu hjá sér þannig að heimanám klárast skólanum og börn eiga frí um helgar eins allir aðrir. Eina sem þau eiga að gera heima að mínu mati er lestur og undirbúningur undir próf.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 21:53
Það er kominn tími til að þessar dekurdollur
Samstaðan í dag gekk ágætlega og fólk var yfirleitt að styðja þessa ágætu atvinnuökumenn sem sögðust berjast fyrir alla íslendinga. Þeir lokuðu gatnamótum sem allir þurfa að keyra á föstudögum, ábyggilega voru verslunareigendur í kringlunni ekki sáttir. En auðvitað skildi ég þetta ásamt öllum hinum sem eiga ekki peninga fyrir þessum hækkunum. Fyndnasta við þetta var það að N1 hækkaði bensínið á meðan látunum stóðu. Bendir til þess að ég versla annarstaðar eftir þetta. Og svo til að toppa umræðuna á þessu þegar leitað var eftir viðbrögðum þeirra sem stýra þessu landi. Það var hrikalegt hvað öllum var sama. Eina sem þessir ágætu aðilar sögðu að þetta væri ekki gott því svona hlutir skapa bara hættu fyrir hinn almenna borgara. JÁ er það, en vissir þú að þið komuð þessu af stað með lélegri stjórn. Síðan þótti mér grátlegt að lesa á visi.is þar sem Þorbjörg Helga var að fara til sonar síns sem handleggsbrotnaði og var stopp í þessu var alveg brjáluð út í þetta. Væri sammála lýðræði en ætti að gera það í samráði með lögreglunni. Hún ætti að fara upp á slysó og bíða nokkra klukkutíma eftir aðstoð þar og vera brjáluð, það hefði ekki gengið hraðar. Það er kominn tími til að þessar dekurdollur sem eru að stýra hér geri eitthvað annað en að slá sig til riddara þegar vel gengur og felur sig þegar þrengir að. TAKIÐ ÁBYRGÐ Á ÞESSU. Það er leiðinlegt að sjá alþingismenn vera í útlöndum til að laga allt þar þegar landið þeirra brennur. Það endar með því að við þurfum að skipta um ríkisstjórn fyrr en þið ætluðuð.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)