Færsluflokkur: Bloggar
4.3.2008 | 23:51
Arsenal rúllar yfir AC mílan.
Ég hef til margra ára verið með leikina í beinni heima, núna er ég búinn að segja öllu dótinu upp og hef verið að fara á pöbbinn. Minn heimapöbb er Tropicana "sport" pöbb. Þar er mæta mjög fáir en undanfarið hafa United menn verið að mæta þarna. Í kvöld fór ég og þarna voru 20 -25 manns en salurinn var samt tómur. Mér til mikillar vonbrigða þá var annar skjávarpinn bilaður og United leikurinn var aðallinn. Ég rauk út og keyrði niður á ölver, ég fékk stæði á efstapalli og ég var að hugsa hvort Hreyfing væri að gera það eða svona margir að horfa á boltan. Viti menn, það var allt stútfullt og ég þurfti að standa allan tíma með gargandi lið yfir mér. Það sem mér þykir hrikalegast við þetta að það voru saman komnir menn að éta og drekka bjór í massavís. Flest allir aðilar sem voru þarna duttu inn í bílana síðan og óku heim. Ég mæli með að lögreglan verði þarna einhvern daginn og tékki á mönnum. Ölver seldi örugglega fyrir hundruði þúsunda vegna fótboltans. En eina sem ég keypti var kaffibolli á 200 kall, þetta var versta kaffi sem ég hef smakkað í langan tíma.
En að boltanum, þetta Arsenal lið er magnað þegar það nennir að spila sexy fótbolta (eins og Pétur Pétursson sagði með KR). Það var alveg sama hvað Kaká og Gattusso gerðu, það var stoppað. Aginn hjá Wenger í þessum leik var til fyrirmyndar og þeir áttu skilið að taka þennan leik 0-4. Ótrúlegustu menn reyndu fyrir sér fyrir framan markið og það var greinilegt að mínir menn ætluðu að sigra. Það er mjög erfitt að taka einhvern sérstakan úr þessu liði því mér fannst þeir allir vera glimmrandi. Þeir sem halda með einvherjum öðrum liðum er velkomið að vitkast með okkur Arsenal mönnum. Endilega kíkið á hvað menn sögðu eftir leikinn á þessum linkum:
http://www.skysports.com/football/match_reaction/0,19764,11065_2933253,00.html
mbk
Guð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 18:22
Hvert fer launahækkunin mín ???
Alltaf jafn mikið vandamál þegar kjarasamningar eru lausir. Verkalýðsfélögin eru alltaf að semja af sér og það virðist vera ómögulegt að semja rétt og á réttum tíma. Ríkið er að tuða yfir verðbólgu o.s.fr. Þetta er bara svo fyndið þegar maður fer yfir þetta. Mig langar að koma með frekar einfalt dæmi sem ég hengi mig ekki fyrir. Segjum að ég sé með 200.000 í laun á mánuði og fæ 3% kauphækkun sem gerir þetta 206.000 krónur í heildarlaun. Af þessum 6.000 krónum er búið að taka strax skatta 35,72% sem þýðir að eftir er 3.857 kr. Einhverstaðar las ég á netinu að 4 manna fjölskylda þyrfti 90.000 krónur til að kaupa mat, bensín, áskrift á fjölmiðlum, sími og föt. Af þessari upphæð hverfa 2.700 krónur vegna hækkunar af þessari þjónustu og eftir standa 1.157 krónur. Við erum að tala um 7 krónur per klst á dagvinnutíman minn sem verður eftir, takið eftir að ég er ekki með neitt aukabruðl eins og bíó, leikhús, veitingastaði eða blóm handa konunni á konudaginn svo ég þurfi ekki að sofa í sófanum.
Von um bjartari framtíð
Guð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 15:39
Starfsmenn !!!
Þegar maður er með fólk í vinnu þá þarf maður að vanda vel til og borga góð laun fyrir rétta aðila. Ég frétti af máli sem varð til þess að starfsmenn týndu sendiferðabíl. Þessi ágæti bíll var skilinn eftir fullur af vörum sem hentar mjög vel til að fjarmagna kaup á kjötfarsi og brauði til að búa til rónabrauð. Auðvitað hvarf bíllinn og menn lyfta öxlum og segja bara "Ó er það"
Punnsið í þessu er þetta, er ekki betra að borga HÁ laun fyrir aðila sem geta borið ábyrgð ??? Því fylgir að starfsfólk hugsar meira um hag fyrirtækisins og vill að það blómstri. Er kannski til önnur leið ????
Guð,
Bloggar | Breytt 6.3.2008 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 20:48
Vera eins og hinir íslendingarnir

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)