Núna skiptir tíminn hrikalega miklu máli hér á Íslandi....

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að allir íslendingar sem búa erlendis eru komnir í þrot með fjárhaginn og fólkið hér heima er farið að missa eigur sínar. Nýjasta björgun sem maður les í blöðunum er hugmynd F lista manna að frysta álögur á lánum, það virðist vera gáfulegt að hjálpa öllum en ekki bara þeim sem tóku gengislán. Því miður veit ég ekki hvort lögin leyfa þetta en ég vona það alla vega. Fólkið sem er við nám úti þurfa að fá hlutina í lag eins hratt og auðið er, annars endar það bara með uppgjöf og kemur heim með allan fjárhag í mínus. Það er ekki til störf á markaðnum þannig að það er gott ef fólk hellir sér út í nám í dag.

Annað sem maður er farinn að sjá meira af, samstarfsflokkar í ríkisstjórn eru farnir að túlka hluta misjafnt og lítur þetta klaufalega út. Núna er hætt á að fólk fari að missa traust á samstarfið og hugsar um stjórnarslit. Eins og áður þá verð ég styðja ríkisstjórnina í gegnum þetta verkefni og ég vona að formenn stjórnarflokkana heyri mína bæn. Það er ekki ábætandi á ástandið að slíta sambandið á milli þeirra því við verðum að fá hlutina hratt í lag og fara svo í naflaskoðun þegar flest er komið í fastar skorður. Hvenær það verður búið veit ég ekki, kannski aldrei á meðan ég lifi.

Ef ég fer að hugsa aftur hvort eitthvað annað samstarf geti gert betur, þá er ég enn efins að það efni sé til í dag. Það virðist vera spilling í öllum flokkum og margir minni flokkar geta ekki einu sinni unnið saman innan flokksins, þá er ég að tala um F listann og B listann, það er eintómtómir fellibylir í þessum flokkum. Það er nú lítið eftir nema vinstri grænn og stjórnin sem er núna. Mér skilst að formaður vinstri grænna og Halldór Ásgrímsson hafi nú hagnast verulega þegar alþingi samþykkti kvótamálið, þannig það eru allir að græða af aðstöðu sinni á þingi. Eflaust er meira til af svona málum í öllum flokkum.

 En eins og alltaf þegar maður pikkar þetta inn þá er þetta mín skoðum sem hljómar kannski ekki vel í þín eyru, þá er bara að koma með gagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband