Ríkisstjórnin

Hvað get ég gert til að hjálpa þessari ríkisstjórn, það virðist ekki bara vera fjármálin sem eru að fara með okkur, rán hafa verið töluverð síðustu daga.  Ég las það einhverstaðar í blöðunum að lögreglumönnum fækkar við þessa sameiningu á höfuðborgasvæðinu.  Maður skilur það alveg miðað við hvernig dómsmálin eru þeim ekki í hag.  Ekki er gott að sjá fréttir af suðurnesjum þar sem allt er í upplausn og menn segja þar upp.  Meðan ríkisstjórnin er að skoða þetta aukast glæpir og verða ljótari með hverjum deginum. 

Eins og ég sagði, get ég eitthvað gert til að hjálpa til.  Á ég að panta fundi með öllum ráðamönnum hér á landi til að sýna óánægju með gang mála ?? Er betra að hóa saman öllum saman fyrir framan alþingi og hrópa einhverju fúkyrðum á ríkisstjórnina ?? Hvernig væri að ég færi með driverinn minn út á kvöldin og lemja á þessum gaurum. ?? (ætli það) Á ég að bjóða mig fram til alþingis ???

Síðan er ekki nóg að ná þessum aðilum, þeir viðurkenna brot sín og eru sendir út.  Þeir eru ekki dregnir fyrir dómara sem klárar málið strax.  Þetta eru aðilar sem eru fljótir að fá sér vímuefni og gera sama hlutinn í næstu verslun.  Þetta er ekki í lagi.

kveðja

Guðmundur


Heimanám

Afhverju er þetta svona hér þegar aðrar þjóðir eru að breyta þessu hjá sér.  Ég og sonur minn eyðum töluverðum tíma um hverja helgi að læra heimanámið hjá honum.  Þetta er svo sem ágætt og gaman að þessu en það vottar fyrir smá leiðindum þegar ílla gengur.  Hann hefur auðvitað alla vikuna til að klára verkefnin en afhverju að geyma það.  Alla virka daga er eitthvað prógramm í gangi sem gefur ekki mikinn tíma til að læra, mestalagi að lesa sem hann gerir á hverjum degi.  Hann er í 4 bekk og mér finnst þetta ætti að klárast í skólanum. 

Aðrar þjóðir eru að breyta þessu hjá sér þannig að heimanám klárast skólanum og börn eiga frí um helgar eins allir aðrir.  Eina sem þau eiga að gera heima að mínu mati er lestur og undirbúningur undir próf. 

Guðmundur


Hvað er að Platini

Það er hrikalegt að sjá hvað Platini er farinn að skemmast í þessu valdatafli sínu.  Mér finnst hann vera of yfirlýsingaglaður þessi maður, þetta minnir mann á heilalausan fótboltamann sem er aldrei ánægður þrátt fyrir að fá 100.000 pund á viku.  Ég viðurkenni að það er mikið af erlendum leikmönnum í ensku deildinni, er ástæða fyrir því ??  Já, enskir leikmenn eru staðnaðir og það koma mjög fáir upp í gegnum liðin.  Það er talið að Arsenal sé með besta 16 ára liðið sem er með fullt af enskum leikmönnum, við skulum sjá hvað kemur þaðan eftir nokkur ár.  Núna segja allir íþróttamenn hér á landi að enska deildin sé sú allra besta í Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað.  Ekki eru það enskir fótboltamenn sem halda því uppi, heldur eru það frábærir erlendir leikmenn.  Ef þeir ætla að loka fyrir þessi viðskipti og vera með takmörk á fjölda erlendra manna í enskum liðum, þá drappast deildin niður á mínu mati.  Þetta breytist aftur í háloftaknattspyrnu og það bitnar bara á enska landsliðinu.  Ef þetta á að breytast aftur í gamla horfur þá munu erlendir fjárfestar selja félögin og þá er voðinn vís, ensk félög fara á hausinn í hrönnum. Sjáum hvað er að gerast með hið frábæra lið Liverpool, það hefði farið á hausinn ef það hefði ekki komið fjárfestar þar inn,  kannski vori þeir aðeins óheppnir hverjir komu, en þeir eru alla vega á lífi.  Ef einhver á leið fram hjá Platini þá væri fínt að viðkomandi segi honum að láta ekki svona kjánalega.

Hér er linkur sem ég fann á netinu sem keimur frá Platini.

 http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=549615&in_page_id=1779&ct=5

mbk

Guðmundur


Það er kominn tími til að þessar dekurdollur

Samstaðan í dag gekk ágætlega og fólk var yfirleitt að styðja þessa ágætu atvinnuökumenn sem sögðust berjast fyrir alla íslendinga.  Þeir lokuðu gatnamótum sem allir þurfa að keyra á föstudögum, ábyggilega voru verslunareigendur í kringlunni ekki sáttir.  En auðvitað skildi ég þetta ásamt öllum hinum sem eiga ekki peninga fyrir þessum hækkunum.  Fyndnasta við þetta var það að N1 hækkaði bensínið á meðan látunum stóðu.  Bendir til þess að ég versla annarstaðar eftir þetta. Og svo til að toppa umræðuna á þessu þegar leitað var eftir viðbrögðum þeirra sem stýra þessu landi.  Það var hrikalegt hvað öllum var sama.  Eina sem þessir ágætu aðilar sögðu að þetta væri ekki gott því svona hlutir skapa bara hættu fyrir hinn almenna borgara.  JÁ er það, en vissir þú að þið komuð þessu af stað með lélegri stjórn.  Síðan þótti mér grátlegt að lesa á visi.is þar sem Þorbjörg Helga var að fara til sonar síns sem handleggsbrotnaði og var stopp í þessu var alveg brjáluð út í þetta.  Væri sammála lýðræði en ætti að gera það í samráði með lögreglunni.  Hún ætti að fara upp á slysó og bíða nokkra klukkutíma eftir aðstoð þar og vera brjáluð, það hefði ekki gengið hraðar.  Það er kominn tími til að þessar dekurdollur sem eru að stýra hér geri eitthvað annað en að slá sig til riddara þegar vel gengur og felur sig þegar þrengir að.  TAKIÐ ÁBYRGÐ Á ÞESSU.  Það er leiðinlegt að sjá alþingismenn vera í útlöndum til að laga allt þar þegar landið þeirra brennur. Það endar með því að við þurfum að skipta um ríkisstjórn fyrr en þið ætluðuð. 

Guðmundur


Shell mótið í eyjum

því miður er það í ár sem ég þarf að fara með stráknum mínum til eyja til að keppa í fótbolta. Þetta á að gerast 25-29 júní.  Ágætu fyrir var til að safna peningum fyrir strákana. En það er ekki nóg, Ég get ekki farið með tjaldvagninn minn til eyja, Herjólfur er full bókaður.  Ég hef ekki húsnæði í eyjum þar sem allt er full bókað, mér skilst meira segja að eyja fólk lítur á þetta sem vertíð.  Ég fer ekki með Herjólfi heldur fer ég með flugi sem ég er búinn að bóka með margra mánaða fyrirvara.  Þetta endar með því að ég verð að taka með mér tjald.  Ekki spennandi. 

Því miður verð ég að segja að það sé kominn tími til að fara með þetta mót úr eyjum vegna aðstöðuleysis.  Eyjamenn standa sig örugglega vel, en fólkið sem kemur sér það ekki.

Kveðja

Guðmundur


Samstaða ...

Það var gaman að sjá samstöðu flutningabílstjóra í ártúnsbrekkunni í dag.  Þetta er mjög sjaldgæft og ætti eiginlega að setja í bækur til minnis.  Ég man eftir einu verkfalli sem ég tók þátt í með Dagsbrún og þá var reynt að ná samstöðu og það gekk ágætlega.  Því miður skilaði það samt ekki miklum tekjum til mín.  Við sáum fyrir nokkrum árum að konur voru að sýna samstöðu og löbbuðu niður laugaveginn til að fá meiri jafnrétti, þetta var einu sinni gert í gamla daga og niðurstaðan var sú að konur standa en þá í sama stað.  Erum við þá að sjá að mótmæli og samstaða er ekki til neins ??  Ekki alveg sammála því, en betur skal ef þetta á að bera árangur.  Það eru allstaðar að koma hækkanir, meira segja mjólkin er að nálgast 100 kallinn og það hjálpar ekki og má búast við undanhaldi mjólkurvara.  Mér þykir það leitt þar sem heimili mitt eyðir miklum peningum í þessar vörur.  Ekki má gleyma glæstum sigri kópavogsbúa sem stoppuðu framkvæmdir í vesturbænum.  Hvernig væri að þetta myndi smitast í alla íslendinga og við myndum sýna samstöðu.  Ég skora á þá sem eru góðir í að skipuleggja svona hluti og ég mun pottþétt styðja viðkomandi.  Ég er kominn með nóg og vonandi þú líka.

Kveðja

Guðmundur


Sá frétt í dag um skoðun á bílum.

Þótti þetta mjög fyndið fyrst þar sem félagi minn er búinn að vera á óskoðuðum bíl í 2 ár.  Ekkert merkilegt á bakvið það nema trassaskapur.  Mér fannst þetta ekki merkilegt og hugsaði ekki um það fyrr en ég sá tillöguna á þessu frumvarpi samgönguráðuneytisins. Það sem kom fram í fréttinni að þeir ætli að sekta hvern bíl allt að 30.000 krónur.  Þeir segja á Íslandi sé 260.000 bílar og það sé 10% af þeim ekki skoðaðir. Ég sá hvergi í fréttinni hvað þeir ætla að gera við þessa peninga.  Ef við reiknum þetta aðeins.

260.000 bílar - 10% af því er 26.000 x 30.000 (sekt per bíl) = 780.000.000

Þessi útreikningur er bara til gamans gerður bara til að sjá hvað ríkið getur gert eins og þeim sýnist.

Hér er hægt að lesa frumvarpið

http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1565

Hvað get ég gert fyrir svona upphæð ... hmm lækkað skatta af bensíni/olíu

bara svona hugmynd ... áttu betri ???

Guðmundur

 


Olíufélögin - kolviðsjöfnun

Ég var að hugsa hvað ég get gert til að kolviðjafna bílinn minn.  Það er svo sem ekki mikið sem maður þarf að greiða til að jafna þetta út. (hjá mér er þetta c.a 4-5.000) EN það er alltaf eitthvað annað til að eyða peningum í og þetta er ekki ofarlega í minni hugsun, þar til í dag.  Það er mikil umræða um þetta þó kannski ekki þessa dagana í fjölmiðlun, alla vega er fólk að ræða þetta.  Ég fór að hugsa hvernig við getum komið þessu í gegn hjá öllum sem eiga bíla. Jú, bifreiðagjöldum eða í bensín/olíuverðinu.......nei mér líkar það ekki. Báðir þessir flokkar eru þegar of dýrir af mínu mati.  þá spyr ég ..... eigum við ekki að krefjast að olíufélögin greiði þetta til að laga ýmind sína vegna verðsamráðsins sem þeir voru dæmdir fyrir og sluppu hrikalega vel.  Ef þú þekkir einhvern sem getur komið þessari hugmynd til æstu manna hjá olíufélögunum og bendir þeim hvað þetta er sniðug leið fyrir þá, endilega gerðu það sem allra fyrst.

Von um bjarta framtíð með Kolviðsjöfnun hjá olíufélögunum.

Guðmundur


Ársskýrla vs skattaskýrsla

Núna er að koma frekar leiðinlegt verkefni þótt það sé verið að gera þetta auðveldara fyrir mann. " SKATTASKÝRSLAN " þetta hefur alltaf verið frekar neikvæð umræða um þetta.  Ekki dettur mér í hug að klúðra þessu verkefni því skatturinn er fljótur að refsa manni með háum greiðslum sem maður þarf svo að kæra, það ferli tekur sinn tíma og þú borgar bara á meðan.  En ég spyr mig, er þetta eins með ársskýrslu fyrirtækja, nei það held ég ekki. Ef ég fer á www.rsk.is og skoða hvort fyrirtæki séu búin að skila inn þá sér maður að sumir eru ekki búnir að skila inn í mörg ár, jú eitthvað hlýtur skatturinn að gera, en hvað gerir hann.  Það veit ég ekki.  Það getur valla verið alvarlegt fyrst þetta lagast ekkert á milli ára.  Enn og aftur er kerfið að refsa mannfólkinu og létta undir fyrirtækin, er ekki komið nóg af þessu bulli.  Þetta land er að líkjast USA hvað hlunnindi á milli fyrirtækja og einstaklinga, þar er bilið að breikka meira og er orðið verulega stórt vandamál.  Erum við að leitast eftir því hérna líka ????

Hér er smá fróðleikur um þetta http://lanstraust.is/pages/45 

Guðmundur

 


Fartölvur

Ég var að skoða fartölvur á netinu þar sem ég ætla mér að kaupa mér nýja vel.  Ég er en þá að gera upp við mig hvort ég eigi að versla mac eða pc.  Ég fór á heimasíður helstu viðurkenndu aðila hér á landi og var að leita uppi verð.  Ég verð að segja að þessi ágætu fyrirtæki sem eru að selja þetta hlýtur að líða vel miðað við verðið sem er í gangi hér á landi.  Það var alveg sama hvert ég leitaði alltaf var þetta miklu dýrara en erlendis.  Það virðist borga sig að kaupa ferð út og versla eina tölvu og koma heim og samt eiga afgang.  Getur einhver hreinlega sagt mér af hverju þetta er svona. Ok ég spara virðisaukann en þetta er miklu dýrara en það. Ég veit að tollar eru ekki á tölvum. 

Ef þú veist um einhvern sem er að selja fínar vélar á sanngjörnu verði þá máttu skrifa í athugasemdir.

mbk

Guðmundur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband