24.3.2008 | 22:51
Fyrir bolta áhugamenn
Ég er búinn að vera mjög ósáttur vegna misstaka dómara, þá er ég ekki bara að tala um dómgæslu á Arsenal leikjum, við erum að tala bara yfir höfuð. Þetta má jafn vel heimfæra á alla dómara í öllum löndum sem spilaður er bolti. Þetta var grein sem ég rakst á og þykir nokkuð góð.
http://football.guardian.co.uk/comment/story/0,,2267604,00.html
Læt þetta fylgja með fyrir poolara
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 22:26
Svona þegar kreppan nálgast .......
Er ég einn af þeim sem er búinn að eyða efnum fram. Ég fór á rúntinn í dag og á leiðinni heim fór ég á nokkrar bílasölur, geri þetta reglulega. Það sem kom á óvart hvað fólk var að bjóða, "50.000 bensín úttekt með bílnum", "yfirtöku á bílaláni" eða allt að 500.000 króna afslátt. Það væri hægt að gera góða díl núna ef maður Á PENING.
Þegar ég kom heim þá mundi ég eftir viðtali sem ég heyrði í útvarpinu, þar var verið að ræða um sölutorg Glitnis. Þetta er sölutorg af hlutum sem þeir eru búnir að taka frá liði sem getur ekki greitt fyrir hlutina. Kíkið á slóðina og sjáið hvort þið finnið eitthvað skemmtilegt. Það er örugglega hægt að prútta eitthvað.
http://www.glitnirfjarmognun.is/Solutorg/
http://lysing.is/Lysing/Solutorg/?
mbk
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 10:41
Hvert þróast þetta land í þjófnaði og líkamsmeiðingum.
Þegar ég var að alast upp þá þótti hrikalegt að láta taka sig við þjófnað, ég heyrði að maður fékk dóm um daginn fyrir að stela leðurjakka í hagkaup. Ég hef ferðast töluvert um heiminn og alltaf þegar er farastjóri þá er maður beðinn að passa sig á þjófum, t.d á rúmblunni í barcelóna eða á ströndinni á benidorm. Ég hef ekki en þá lent í þessu enda ítarlega vaxinn maður sem enginn þorir að hrófla við. En núna opna ég ekki fyrir netið eða sjónvarpið að ég heyri um skipulagða líkamsmeiðingar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvaðan fólk er, þetta eru allar þjóðanna kvikindi sem eru að þessu. Hvað er hægt að gera, því miður er ekki til nein lausn og við verðum bara að lifa með þessu og óska eftir að þetta henti mig ekki. Ég spyr mig hvernig börnunum mínum munu reiða af í þessu þjóðfélagi. Hvað get ég gert .... jú, vinna aðeins minna og vera með þeim til að vernda þau. Það þarf aðeins að taka til í fjárhagnum til að geta þetta og þýðir bara minni munaður sem maður er tilbúinn að fórna. Ég hvet þig lesandi að hugsa til framtíðar því þú einn getur breytt þessu.
Ég set að ganni smá slóð frá lögreglunni um stolna bíla og aðra góðar upplýsingar.
http://www.logreglan.is/eftirlystokutaeki.asp
http://logreglan.is/listar.asp?cat_id=8
mbk
Guðmundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 21:09
Ég hélt að það væri aprílgabb ....
þegar ég sá fréttir á stöð 2. Þeir sögðust hafa sent öllum alþingismönnum 2 spurningar um lífeyrismál þeirra. Fyrst var spurt hvort ætti skerða lífeyrir þeirra og hvort þeir styðja frumvarp Valgerðar um þetta mál. Það voru bara 12 af 63 alþingismönnum sem svara þessu. Það kom mér ekki á óvart að Pétur Blöndal (1 af þessum 12 sem svöruðu) svaraði ekki fyrri spurningunni og sagði nei við stuðning við frumvarpið. Ekki á hann nóg í ellinni að hann þarf á þessum peningum að halda. Þetta voru mikil vonbrigði að sjá græðgi alþingismanna og voru ekki einu sinni mannlegir að viðurkenna mistök við þetta mál á sínum tíma. Enn og aftur hegða þeir sér eins og þeir vilja ekki starfa við þetta á næsta kjörtímabili. Þeir eru greinilega að treysta minni okkar eins og alltaf þegar kemur að kosningum, við íslendingar eru ansi oft búin að fyrirgefa þessi mistök og kjósum það yfir okkur aftur. Ekki núna, ég er viss um breytingar og treysti að fólk geri eitthvað næstu kosningum. Þá meina ég að það striki út eða hreinlega kjósa annan flokk næst. Þetta er eina leiðin svo við fáum einhverju breytt. Auðvitað verða þeir sem eru í stjórnarandstöðu núna að misstíga sig ekki ef þeir fá valdið. Það virðist nefnilega oft gleymast hverjum maður lofar.
Hér er alla vega slóðin á fréttina og ég skora á ykkur að skoða þetta og muna hvað gerist þegar reynir á alþingismenn. Alla vega eru þeir fljótir að biðja almúgann að passa sín mál. Það er nefnilega almúganum að kenna hvernig er komið er fyrir landinu núna. En ekki frjálshyggjunni.
23.3.2008 | 19:19
Svartur dagur í enska boltanum
núna getur maður óskað united með titilinn. Liverpool þurfti að klára united en maður á vita að það er ekki hægt að stóla á liverpool, þeir steinlágu 3-0. Síðan kom að chelsea vs ARSENAL og leit þetta ágætlega út en viti menn, ekki tókst það hjá mínum mönnum. Núna verður Arsenal að koma sínum mönnum í gang fyrir meistaradeildina því enska deildin er ráðin. Wenger hefur verið óheppinn með meiðsli og hefði getað reddað einhverju með því að versla í janúar. Það þýðir ekkert að gráta þetta því það er ekki tími til þess, því segi ég áfram Arsenal.
Þar sem 3 efstu sætin eru ráðin þá vonast ég eftir að liverpool klúðri 4 sætinu og verði ekki í meistaradeildinni a næsta ári. Ég er viss um að aðrir eru sammála mér.
Guð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 09:16
Ferrari dagur !!!
Jæja, Malasía búin og fyrsti sigur í höfn hjá Kimi og Ferrari. Þetta var frekar dauf keppni en það urðu nokkur ökumannsmistök sem gerði sætaskipan ekki eins og maður spaði. Hamilton byrjaði með krafti en átti aldrei séns að ná Ferrari mönnum. Vonbrigði dagsins vöru að Massa missti bílinn útaf og náðu ekki í mark í dag. Mér heyrðist nú íslensku þulina segja að Massa sé góður en ekki nógu góður til að sigra meira en eina keppni ári. Vonandi er þetta ekki rétt og hann sýni sínar bestu hliðar. Það var greinilegt að Ferrari menn voru að koma Kimi fram fyrir Massa í dag í fyrsta þjónustu hléinu því þeir voru rúma sekúndu lengur að dæla á hann en Kimi og Kimi fór mjög hraðan hring þar sem hann var aðeins lengur úti en Massa. Þetta var til þess að Kimi kom fyrir framan Massa út og ef ég væri Massa þá væri ég ekki nógu sáttur við þetta. En auðvitað Kimi er meistarinn og hefur kannski þannig forgang á Massa. Þetta hefur alltaf verið svona hjá Ferrari að þeir eru taka alltaf annan bílstjórann fram fyrir hinn. Hvernig sem maður þykist lesa þessa íþrótt þá veit maður ekkert nema það að Ferrari liðið er best
Hér kemur niðurstaða dagsins og nokkrar myndir.
http://www.formula1.com/results/season/2008/788/6490/
http://www.formula1.com/gallery/race/2008/788/
mbk
Guðmundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 18:44
Eins og ég sagði ....
Ég hafði áhyggjur að verslunar eigendur myndu misnota aðstöðu sína og hækka allar vörur sem eru til í versluninni og jafnvel hækka vörur sem eru löngu búið að koma með til landsins. Hvernig get ég komið í veg fyrir þetta, blogga um þetta eða ræða um þetta á netinu ?? Nei, það dugir ekki. Við getum ekkert gert nema vonast til að þetta lagist. Þessar hækkanir eru bara vegna þess að íslendingar eru svo stoltir að hafa eigin gjaldmiðil og láta okkur sem eigum ekki mikið fé borga fyrir það. Ef þeir vilja ekki taka upp annan gjaldmiðil þá verður verkalýðsfélagið að berjast í því að ég fái greitt í evrum.
Enn og aftur er það pólitíkin sem á að bjarga landanum, vinsamlegast takið ykkur á og farið að standa við gefin loforð. Ríkisstjórnin er alltaf að ræða hvað við höfum það gott, mér sýnist að þessir aðilar séu ekki að horfa á sömu mynd og ég. Það er kannski vegna þess að alþingismenn eru með mikla peninga á milli handana. Gæti verið. Á ég að þurfa að vinna 100 tíma í yfirtíð eða vinna svart til að hafa það gott eins og þeir ?? Ef svo er, er það holt ?? Alla vega fær ríkið ekki mikið af þessu svarta og það er alltaf verið að tala um tíma fyrir fjölskylduna. Því miður er það ekki hægt þar sem ríkisstjórnin hugsar meira um fyrirtæki en fólkið. Það sem þeir eru að lækka álögur af fyrirtækjum sem skila því ekki til starfsmann eða í verðlagið.
Sjálfstæðismenn eru greinilega búnir að vera of lengi við völd í þessu landi og ég verð að segja að þeir hafa ekki nema 3 ár til að snúa minni skoðun og mér sýnist það vera meira en fullt starf fyrir þessar dekurdollur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 22:15
Jeppaferð
Við fórum af stað í jeppaferð um 9 í dag, snilldar veðri. Einn vanur bíll og bílstjóri og 2 í jónfrúarferðinni. Það var ákveðið að leggja atlögu á Skjaldbreið og Langjökul. Við fórum frá shell með fulla bíla af nesti eins og við ætluðum að vera þarna í vikur. En alltaf gott að hafa mat :) Það tók okkur tæpa 2 tíma að rembast við Skjaldbreið, það var hörð skel ofan á snjónum og því miður dugði hún ekki til að halda bílunum á floti, það var lítið grip undir þannig að þetta var smá basl og sérstaklega hjá nýliðunum. Þeir voru á nýjum toyotum og vor 35" breyttir án læsinga. Stóðu sig mjög vel. Þetta var gaman og menn voru að rembast við þetta í smá tíma. Síðan var ákveðið að grilla pylsu og leggja leið okkar upp Kaldadal og síðan upp á Langjökul. Þetta var rennifæri og við flugum upp að Langjökli á c.a klukkutíma. Það var frekar auðveld leið að rótum hans og fyrsta brekkan við skálann leit vel út og FULL af bílum og en enn meira af fólki. Þetta var virkilega gaman og fyrsta hugsun var að fara á netið og leita af jeppa sem kemst svona hluti. Síðan var kominn tími til að fara niður og við keyrðum inn að húsafelli og fórum malbikið heim í Reykjavík. Þetta er algjör snilld, sérstaklega hvernig veðrið var og ég mæli með þessu þrátt fyrir að bensínverðið er í sjúklegum hæðum.
Guð
Bloggar | Breytt 22.3.2008 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 13:13
Gifting, er það peningar eða ást ??
Umræðan kemur oft á borðið hjá mér um giftingu, af hverju það gerist er vegna þess að ég er ekki giftur og er búinn að vera með sömu konunni síðan 1993. Við eigum 2 stráka og það segja allir að gifting sé eina sem er eftir. Ég spyr mig stundum hvort fólk sé að tala um öryggi framtíðarinnar ef ég fell frá eða hvort ég elska "sambýliskonuna". Auðvitað elska ég konuna og er það ekki nóg til að gifta sig ??? jú, það tel ég vera. En það sem pirrar mig hrikalega þegar fólk nuðar í mér aflverju ég vilji ekki giftast, ég hef haft sama svarið til að losna undan þessari umræðu "ég er ekki búinn að finna þá réttu" þetta er nóg til að fólk nennir ekki að tala við svona rugludall. Fínt, losna undan þessari umræðu. Það kom dæmi á borðið í dag um konu sem missti manninn sinn og hún var í skóla, það er svo sem ekki merkilegt við það eitt nema að þau voru ekki gift og þau eiga börn. Hún fékk auðvitað ekki neinar bætur og fær ekki fjárræði yfir börnunum sínum. Þessi drengur var við vinnu í bónus og mér skilst að Jóhannes (í bónus) hafi styrkt þessa fjölskyldu á myndarlegan máta. Flott hjá honum. En er ekki eitthvað skrítið við þessa sögu, af hverju er kerfið svona rotið að maður þarf að vera giftur til að vera öruggur í þessu lífi. Mér líkar ekki svona þvinganir og hvað þá þegar umræðan gengur út giftingu vegna peningaöryggi. Ég vil auðvitað passa upp á mína fjölskyldu og óska eftir að kerfinu verði breytt, með þinni hjálp og allra annarra. Vinsamlegast komið þessari umræðu um netið eins og hún sé faraldur.
mbk
Guðmundur
Bloggar | Breytt 22.3.2008 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 15:22
Íslenskt "já" takk
Ég spyr !!! núna er hrikalegt gengið og allt sem við flytjum inn mun hækka hrikalega og það verður erfitt að fá það lækkað niður aftur þrátt fyrir að það lækki í innflutningi...alla vega er það með bensínið. (kannski ekki sanngjarnt að hengja þá en það er bara svo auðvelt því allir skilja það) En hvað gera þeir sem framleiða allt hér á landi og þurfa ekki að flytja inn í afurðina. Munu þeir halda sama verði eða hækka þeir. Mun mjólkin hækka, ostur, lambakjöt o.s.fr . Núna ættu þessir aðilar að nýta sér verndina og blása til sóknar svo fólk njóti íslands. Ég segi bara "áfram ísland" við erum með bestu vörurnar og besta verðið. (alla vega meðan krónan er svona slöpp)
EÐA
eigum við að taka upp evruna til að fá stöðuleika. Hvað segir hið háa alþingi. Við viljum meiri stöðuleika. Núna eru stjórnarandstaðan alveg á fullu að skíta út ríkisstjórnina. Spurning hvort andstaðan getur gert betur, endilega segið mér hvernig það ætlið að gera það.
Guðmundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)