Færsluflokkur: Bloggar

Shell mótið í eyjum

því miður er það í ár sem ég þarf að fara með stráknum mínum til eyja til að keppa í fótbolta. Þetta á að gerast 25-29 júní.  Ágætu fyrir var til að safna peningum fyrir strákana. En það er ekki nóg, Ég get ekki farið með tjaldvagninn minn til eyja, Herjólfur er full bókaður.  Ég hef ekki húsnæði í eyjum þar sem allt er full bókað, mér skilst meira segja að eyja fólk lítur á þetta sem vertíð.  Ég fer ekki með Herjólfi heldur fer ég með flugi sem ég er búinn að bóka með margra mánaða fyrirvara.  Þetta endar með því að ég verð að taka með mér tjald.  Ekki spennandi. 

Því miður verð ég að segja að það sé kominn tími til að fara með þetta mót úr eyjum vegna aðstöðuleysis.  Eyjamenn standa sig örugglega vel, en fólkið sem kemur sér það ekki.

Kveðja

Guðmundur


Samstaða ...

Það var gaman að sjá samstöðu flutningabílstjóra í ártúnsbrekkunni í dag.  Þetta er mjög sjaldgæft og ætti eiginlega að setja í bækur til minnis.  Ég man eftir einu verkfalli sem ég tók þátt í með Dagsbrún og þá var reynt að ná samstöðu og það gekk ágætlega.  Því miður skilaði það samt ekki miklum tekjum til mín.  Við sáum fyrir nokkrum árum að konur voru að sýna samstöðu og löbbuðu niður laugaveginn til að fá meiri jafnrétti, þetta var einu sinni gert í gamla daga og niðurstaðan var sú að konur standa en þá í sama stað.  Erum við þá að sjá að mótmæli og samstaða er ekki til neins ??  Ekki alveg sammála því, en betur skal ef þetta á að bera árangur.  Það eru allstaðar að koma hækkanir, meira segja mjólkin er að nálgast 100 kallinn og það hjálpar ekki og má búast við undanhaldi mjólkurvara.  Mér þykir það leitt þar sem heimili mitt eyðir miklum peningum í þessar vörur.  Ekki má gleyma glæstum sigri kópavogsbúa sem stoppuðu framkvæmdir í vesturbænum.  Hvernig væri að þetta myndi smitast í alla íslendinga og við myndum sýna samstöðu.  Ég skora á þá sem eru góðir í að skipuleggja svona hluti og ég mun pottþétt styðja viðkomandi.  Ég er kominn með nóg og vonandi þú líka.

Kveðja

Guðmundur


Sá frétt í dag um skoðun á bílum.

Þótti þetta mjög fyndið fyrst þar sem félagi minn er búinn að vera á óskoðuðum bíl í 2 ár.  Ekkert merkilegt á bakvið það nema trassaskapur.  Mér fannst þetta ekki merkilegt og hugsaði ekki um það fyrr en ég sá tillöguna á þessu frumvarpi samgönguráðuneytisins. Það sem kom fram í fréttinni að þeir ætli að sekta hvern bíl allt að 30.000 krónur.  Þeir segja á Íslandi sé 260.000 bílar og það sé 10% af þeim ekki skoðaðir. Ég sá hvergi í fréttinni hvað þeir ætla að gera við þessa peninga.  Ef við reiknum þetta aðeins.

260.000 bílar - 10% af því er 26.000 x 30.000 (sekt per bíl) = 780.000.000

Þessi útreikningur er bara til gamans gerður bara til að sjá hvað ríkið getur gert eins og þeim sýnist.

Hér er hægt að lesa frumvarpið

http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1565

Hvað get ég gert fyrir svona upphæð ... hmm lækkað skatta af bensíni/olíu

bara svona hugmynd ... áttu betri ???

Guðmundur

 


Olíufélögin - kolviðsjöfnun

Ég var að hugsa hvað ég get gert til að kolviðjafna bílinn minn.  Það er svo sem ekki mikið sem maður þarf að greiða til að jafna þetta út. (hjá mér er þetta c.a 4-5.000) EN það er alltaf eitthvað annað til að eyða peningum í og þetta er ekki ofarlega í minni hugsun, þar til í dag.  Það er mikil umræða um þetta þó kannski ekki þessa dagana í fjölmiðlun, alla vega er fólk að ræða þetta.  Ég fór að hugsa hvernig við getum komið þessu í gegn hjá öllum sem eiga bíla. Jú, bifreiðagjöldum eða í bensín/olíuverðinu.......nei mér líkar það ekki. Báðir þessir flokkar eru þegar of dýrir af mínu mati.  þá spyr ég ..... eigum við ekki að krefjast að olíufélögin greiði þetta til að laga ýmind sína vegna verðsamráðsins sem þeir voru dæmdir fyrir og sluppu hrikalega vel.  Ef þú þekkir einhvern sem getur komið þessari hugmynd til æstu manna hjá olíufélögunum og bendir þeim hvað þetta er sniðug leið fyrir þá, endilega gerðu það sem allra fyrst.

Von um bjarta framtíð með Kolviðsjöfnun hjá olíufélögunum.

Guðmundur


Ársskýrla vs skattaskýrsla

Núna er að koma frekar leiðinlegt verkefni þótt það sé verið að gera þetta auðveldara fyrir mann. " SKATTASKÝRSLAN " þetta hefur alltaf verið frekar neikvæð umræða um þetta.  Ekki dettur mér í hug að klúðra þessu verkefni því skatturinn er fljótur að refsa manni með háum greiðslum sem maður þarf svo að kæra, það ferli tekur sinn tíma og þú borgar bara á meðan.  En ég spyr mig, er þetta eins með ársskýrslu fyrirtækja, nei það held ég ekki. Ef ég fer á www.rsk.is og skoða hvort fyrirtæki séu búin að skila inn þá sér maður að sumir eru ekki búnir að skila inn í mörg ár, jú eitthvað hlýtur skatturinn að gera, en hvað gerir hann.  Það veit ég ekki.  Það getur valla verið alvarlegt fyrst þetta lagast ekkert á milli ára.  Enn og aftur er kerfið að refsa mannfólkinu og létta undir fyrirtækin, er ekki komið nóg af þessu bulli.  Þetta land er að líkjast USA hvað hlunnindi á milli fyrirtækja og einstaklinga, þar er bilið að breikka meira og er orðið verulega stórt vandamál.  Erum við að leitast eftir því hérna líka ????

Hér er smá fróðleikur um þetta http://lanstraust.is/pages/45 

Guðmundur

 


Fartölvur

Ég var að skoða fartölvur á netinu þar sem ég ætla mér að kaupa mér nýja vel.  Ég er en þá að gera upp við mig hvort ég eigi að versla mac eða pc.  Ég fór á heimasíður helstu viðurkenndu aðila hér á landi og var að leita uppi verð.  Ég verð að segja að þessi ágætu fyrirtæki sem eru að selja þetta hlýtur að líða vel miðað við verðið sem er í gangi hér á landi.  Það var alveg sama hvert ég leitaði alltaf var þetta miklu dýrara en erlendis.  Það virðist borga sig að kaupa ferð út og versla eina tölvu og koma heim og samt eiga afgang.  Getur einhver hreinlega sagt mér af hverju þetta er svona. Ok ég spara virðisaukann en þetta er miklu dýrara en það. Ég veit að tollar eru ekki á tölvum. 

Ef þú veist um einhvern sem er að selja fínar vélar á sanngjörnu verði þá máttu skrifa í athugasemdir.

mbk

Guðmundur


Svona þegar kreppan nálgast .......

Er ég einn af þeim sem er búinn að eyða efnum fram. Ég fór á rúntinn í dag og á leiðinni heim fór ég á nokkrar bílasölur, geri þetta reglulega. Það sem kom á óvart hvað fólk var að bjóða, "50.000 bensín úttekt með bílnum", "yfirtöku á bílaláni" eða allt að 500.000 króna afslátt. Það væri hægt að gera góða díl núna ef maður Á PENING.   

Þegar ég kom heim þá mundi ég eftir viðtali sem ég heyrði í útvarpinu, þar var verið að ræða um sölutorg Glitnis. Þetta er sölutorg af hlutum sem þeir eru búnir að taka frá liði sem getur ekki greitt fyrir hlutina. Kíkið á slóðina og sjáið hvort þið finnið eitthvað skemmtilegt.  Það er örugglega hægt að prútta eitthvað.

http://www.glitnirfjarmognun.is/Solutorg/

http://lysing.is/Lysing/Solutorg/?

mbk

Guðmundur


Hvert þróast þetta land í þjófnaði og líkamsmeiðingum.

Þegar ég var að alast upp þá þótti hrikalegt að láta taka sig við þjófnað, ég heyrði að maður fékk dóm um daginn fyrir að stela leðurjakka í hagkaup.  Ég hef ferðast töluvert um heiminn og alltaf þegar er farastjóri þá er maður beðinn að passa sig á þjófum, t.d á rúmblunni í barcelóna eða á ströndinni á benidorm.  Ég hef ekki en þá lent í þessu enda ítarlega vaxinn maður sem enginn þorir að hrófla við.  En núna opna ég ekki fyrir netið eða sjónvarpið að ég heyri um skipulagða líkamsmeiðingar.  Það virðist ekki skipta neinu máli hvaðan fólk er, þetta eru allar þjóðanna kvikindi sem eru að þessu.  Hvað er hægt að gera, því miður er ekki til nein lausn og við verðum bara að lifa með þessu og óska eftir að þetta henti mig ekki.  Ég spyr mig hvernig börnunum mínum munu reiða af í þessu þjóðfélagi.  Hvað get ég gert .... jú, vinna aðeins minna og vera með þeim til að vernda þau. Það þarf aðeins að taka til í fjárhagnum til að geta þetta og þýðir bara minni munaður sem maður er tilbúinn að fórna. Ég hvet þig lesandi að hugsa til framtíðar því þú einn getur breytt þessu.

 Ég set að ganni smá slóð frá lögreglunni um stolna bíla og aðra góðar upplýsingar.

http://www.logreglan.is/eftirlystokutaeki.asp

http://logreglan.is/listar.asp?cat_id=8

 

mbk

Guðmundur


Svartur dagur í enska boltanum

núna getur maður óskað united með titilinn.  Liverpool þurfti að klára united en maður á vita að það er ekki hægt að stóla á liverpool, þeir steinlágu 3-0.  Síðan kom að chelsea vs ARSENAL og leit þetta ágætlega út en viti menn, ekki tókst það hjá mínum mönnum.  Núna verður Arsenal að koma sínum mönnum í gang fyrir meistaradeildina því enska deildin er ráðin.  Wenger hefur verið óheppinn með meiðsli og hefði getað reddað einhverju með því að versla í janúar.  Það þýðir ekkert að gráta þetta því það er ekki tími til þess, því segi ég áfram Arsenal.

Þar sem 3 efstu sætin eru ráðin þá vonast ég eftir að liverpool klúðri 4 sætinu og verði ekki í meistaradeildinni a næsta ári.  Ég er viss um að aðrir eru sammála mér.

Guð


Ferrari dagur !!!

Jæja, Malasía búin og fyrsti sigur í höfn hjá Kimi og Ferrari.  Þetta var frekar dauf keppni en það urðu nokkur ökumannsmistök sem gerði sætaskipan ekki eins og maður spaði.  Hamilton byrjaði með krafti en átti aldrei séns að ná Ferrari mönnum.  Vonbrigði dagsins vöru að Massa missti bílinn útaf og náðu ekki í mark í dag.  Mér heyrðist nú íslensku þulina segja að Massa sé góður en ekki nógu góður til að sigra meira en eina keppni ári.  Vonandi er þetta ekki rétt og hann sýni sínar bestu hliðar.  Það var greinilegt að Ferrari menn voru að koma Kimi fram fyrir Massa í dag í fyrsta þjónustu hléinu því þeir voru rúma sekúndu lengur að dæla á hann en Kimi og Kimi fór mjög hraðan hring þar sem hann var aðeins lengur úti en Massa.  Þetta var til þess að Kimi kom fyrir framan Massa út og ef ég væri Massa þá væri ég ekki nógu sáttur við þetta.  En auðvitað Kimi er meistarinn og hefur kannski þannig forgang á Massa.  Þetta hefur alltaf verið svona hjá Ferrari að þeir eru taka alltaf annan bílstjórann fram fyrir hinn.  Hvernig sem maður þykist lesa þessa íþrótt þá veit maður ekkert nema það að Ferrari liðið er best W00t

Hér kemur niðurstaða dagsins og nokkrar myndir.

http://www.formula1.com/results/season/2008/788/6490/

 http://www.formula1.com/gallery/race/2008/788/

mbk

Guðmundur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband