Færsluflokkur: Bloggar

Eins og ég sagði ....

Ég hafði áhyggjur að verslunar eigendur myndu misnota aðstöðu sína og hækka allar vörur sem eru til í versluninni og jafnvel hækka vörur sem eru löngu búið að koma með til landsins.  Hvernig get ég komið í veg fyrir  þetta, blogga um þetta eða ræða um þetta á netinu ?? Nei, það dugir ekki.  Við getum ekkert gert nema vonast til að þetta lagist.  Þessar hækkanir eru bara vegna þess að íslendingar eru svo stoltir að hafa eigin gjaldmiðil og láta okkur sem eigum ekki mikið fé borga fyrir það.  Ef þeir vilja ekki taka upp annan gjaldmiðil þá verður verkalýðsfélagið að berjast í því að ég fái greitt í evrum.  

Enn og aftur er það pólitíkin sem á að bjarga landanum, vinsamlegast takið ykkur á og farið að standa við gefin loforð.  Ríkisstjórnin er alltaf að ræða hvað við höfum það gott, mér sýnist að þessir aðilar séu ekki að horfa á sömu mynd og ég. Það er kannski vegna þess að alþingismenn eru með mikla peninga á milli handana.  Gæti verið.  Á ég að þurfa að vinna 100 tíma í yfirtíð eða vinna svart til að hafa það gott eins og þeir ?? Ef svo er, er það holt ?? Alla vega fær ríkið ekki mikið af þessu svarta og það er alltaf verið að tala um tíma fyrir fjölskylduna.  Því miður er það ekki hægt þar sem ríkisstjórnin hugsar meira um fyrirtæki en fólkið.  Það sem þeir eru að lækka álögur af fyrirtækjum sem skila því ekki til starfsmann eða í verðlagið.

Sjálfstæðismenn eru greinilega búnir að vera of lengi við völd í þessu landi og ég verð að segja að þeir hafa ekki nema 3 ár til að snúa minni skoðun og mér sýnist það vera meira en fullt starf fyrir þessar dekurdollur.


Jeppaferð

Við fórum af stað í jeppaferð um 9 í dag, snilldar veðri. Einn vanur bíll og bílstjóri og 2 í jónfrúarferðinni.  Það var ákveðið að leggja atlögu á Skjaldbreið og Langjökul.  Við fórum frá shell með fulla bíla af nesti eins og við ætluðum að vera þarna í vikur.  En alltaf gott að hafa mat :) Það tók okkur tæpa 2 tíma að rembast við Skjaldbreið, það var hörð skel ofan á snjónum og því miður dugði hún ekki til að halda bílunum á floti, það var lítið grip undir þannig að þetta var smá basl og sérstaklega hjá nýliðunum.  Þeir voru á nýjum toyotum og vor 35" breyttir án læsinga. Stóðu sig mjög vel. Þetta var gaman og menn voru að rembast við þetta í smá tíma.  Síðan var ákveðið að grilla pylsu og leggja leið okkar upp Kaldadal og síðan upp á Langjökul.  Þetta var rennifæri og við flugum upp að Langjökli á c.a klukkutíma.  Það var frekar auðveld leið að rótum hans og fyrsta brekkan við skálann leit vel út og FULL af bílum og en enn meira af fólki.  Þetta var virkilega gaman og fyrsta hugsun var að fara á netið og leita af jeppa sem kemst svona hluti.  Síðan var kominn tími til að fara niður og við keyrðum inn að húsafelli og fórum malbikið heim í Reykjavík.  Þetta er algjör snilld, sérstaklega hvernig veðrið var og ég mæli með þessu þrátt fyrir að bensínverðið er í sjúklegum hæðum.

Guð 


Gifting, er það peningar eða ást ??

Umræðan kemur oft á borðið hjá mér um giftingu, af hverju það gerist er vegna þess að ég er ekki giftur og er búinn að vera með sömu konunni síðan 1993. Við eigum 2 stráka og það segja allir að gifting sé eina sem er eftir.  Ég spyr mig stundum hvort fólk sé að tala um öryggi framtíðarinnar ef ég fell frá eða hvort ég elska "sambýliskonuna".  Auðvitað elska ég konuna og er það ekki nóg til að gifta sig ??? jú, það tel ég vera.  En það sem pirrar mig hrikalega þegar fólk nuðar í mér aflverju ég vilji ekki giftast, ég hef haft sama svarið til að losna undan þessari umræðu "ég er ekki búinn að finna þá réttu" þetta er nóg til að fólk nennir ekki að tala við svona rugludall.  Fínt, losna undan þessari umræðu.  Það kom dæmi á borðið í dag um konu sem missti manninn sinn og hún var í skóla, það er svo sem ekki merkilegt við það eitt nema að þau voru ekki gift og þau eiga börn.  Hún fékk auðvitað ekki neinar bætur og fær ekki fjárræði yfir börnunum sínum.  Þessi drengur var við vinnu í bónus og mér skilst að Jóhannes (í bónus) hafi styrkt þessa fjölskyldu á myndarlegan máta.  Flott hjá honum. En er ekki eitthvað skrítið við þessa sögu, af hverju  er kerfið svona rotið að maður þarf að vera giftur til að vera öruggur í þessu lífi.  Mér líkar ekki svona þvinganir og hvað þá þegar umræðan gengur út giftingu vegna peningaöryggi.  Ég vil auðvitað passa upp á mína fjölskyldu og óska eftir að kerfinu verði breytt, með þinni hjálp og allra annarra.  Vinsamlegast komið þessari umræðu um netið eins og hún sé faraldur.

mbk

Guðmundur


Íslenskt "já" takk

Ég spyr !!! núna er hrikalegt gengið og allt sem við flytjum inn mun hækka hrikalega og það verður erfitt að fá það lækkað niður aftur þrátt fyrir að það lækki í innflutningi...alla vega er það með bensínið. (kannski ekki sanngjarnt að hengja þá en það er bara svo auðvelt því allir skilja það) En hvað gera þeir sem framleiða allt hér á landi og þurfa ekki að flytja inn í afurðina.  Munu þeir halda sama verði eða hækka þeir. Mun mjólkin hækka, ostur, lambakjöt o.s.fr . Núna ættu þessir aðilar að nýta sér verndina og blása til sóknar svo fólk njóti íslands.  Ég segi bara "áfram ísland" við erum með bestu vörurnar og besta verðið. (alla vega meðan krónan er svona slöpp)

EÐA

eigum við að taka upp evruna til að fá stöðuleika.  Hvað segir hið háa alþingi.  Við viljum meiri stöðuleika.  Núna eru stjórnarandstaðan alveg á fullu að skíta út ríkisstjórnina.  Spurning hvort andstaðan getur gert betur, endilega segið mér hvernig það ætlið að gera það.

Guðmundur


Afhverju erum við með verkalýðsfélög ??

Nú eru samningar í höfn, eru þeir góðir, ekki fyrir mig.  þessi samningur er bara fyrir þá sem eru ekki búnir að breyta um starf síðan september 2006.  Ef þú hefur skipt um starf frá sept - dagsins í dag og ert með sömu laun, þá ertu bara að tapa.  Verkalýðsfélagið samdi um það að þú hefur þegar fengið launahækkun við að skipta um starf, er það eðlilegt?  NEI !!! Ég spurði félaga minn til hvers þessi félög eru, hann sagði fljótt að þetta væri fyrir lálaunafólk og pólverja, ég var aðeins að melta þetta og spyr ef svo er, þurfum við þá svona mikla yfirbyggingu. 

Það er kominn tími til að taka kerfið í gegn og fara að biðja um almennilega samninga.  Það er alltaf verið að halda niður launum vegna rauða striksins en er ríkið að hjálpa okkur núna þegar allt er að fara til fjandans.  Öll lán hækka vegna krónunnar og olía hækkar þrátt fyrir mikið framboð. Hvenær græði ég í þessum heimi, jú.....vinna svart, það er málið.  Er einhver þarna úti sem þarf starfsmann, bóna bila eða handlagin aðila til að leggja parket o.s.fr  Auðvitað allt borgað undir borðið. Endilega sendu mér línu.

Guðmundur

 

 


Peningar vs skuldir

Hvernig virkar þetta eiginlega, ætla þessi ágæta ríkisstjórn að vera með vinnu eftir þetta kjörtímabil.  Ef þetta verður ekki lagað þá muna allir kjósa stjórnarandstöðuna í næstu kosningum.  Mér þykir leiðinlegt að sjá lánið á húsinu mínu hækka svona mikið og geta ekkert gert.  Ekki get ég breytt láninu þar sem ég er með uppgreiðslugjald og líklega fæ ég ekki myntkörfulán.  Ég heyrði Gissur fréttamann á bylgjunni tala um 20 millu lán hækkaði um millu við þetta fall á krónunni. 

 Seðlabankastjóri sagði í fjölmiðlum að hann viti ekki aflverju þetta er svona og hvað þá að hann viti hvað skal gera.  Er hann ekki launanna virði þessi maður.

Ég sá í fréttum í gær að Pétur Blöndal vera frekar bjartsýnan á framtíðina, spurning hversu lengi verkalýðurinn þarf að bíða. Alla vega hækkaði ekki launin það mikið að það dekki þessa hækkun þar sem lánið er hærra en ársvelta í launum.

Ætli þetta ýti ekki undir svartabrask, núna er ég tilbúinn að vinna svart og fá það beint í vasann, ert þú til í það ???

 Guðmundur


Lögreglan...

Ég sá mannamál í gær og þar var Björn Bjarnason í viðtali um ýmis mál.  Mér fannst hann ekki vera með neina lausn vegna öryggi lögreglumanna í starfi.  Það var aðeins rætt inn á byssur og mér skildist á honum að það væri í skoðun og það tekur víst einhver ár.  Á þeim tíma býst ég við að það verði búið að slasa einhvern lögreglumann áður en þetta fer í gegn.  Einu sinni bar fólk mikla virðingu fyrir lögreglunni og ef það var eitthvað þá fengu þeir að njóta vafans í sínum málum, en það er breyttur tími í dag. Þetta ágæta dómsmál sem allir ræða um í dag sýnir að lögreglumönnum er ekki trúað þegar þeir segjast hafa öskrað að þetta væri lögreglan/police og það boðar ekki gott fyrir framhaldið.

Mér finnst persónulega að Björn Bjarnason ætti að laga þessa hluti með því að veita lögreglunni meira vald eða breyta lögum. Því miður hef ég ekki hugmynd hvernig á að leysa þetta, ég er bara maður með skoðanir í þessu máli.

 Ég sá að vísu smá klausu í fréttablaðinu að Stefán Eiríksson væri að spekúlera í svokölluðum valdbeitingahundum.  Kannski er það málið, en þeir eru ekki óeinkennisklæddir við störf.  Þetta eitt og sér hjalpar ekki mikið en er samt í rétta átt.

Guðmundur

 


Arsenal, hvað er í gangi ??

Ég sá leik arsenal vs middlesboro í dag.  Mér fannst mikið að mínum mönnum í þessum leik, en það var ekki það versta sem ég sá.  Dómgæsla varð okkur að falli þar sem við gátum ekki klárað þennan leik sjálfir.  Það var dæmt löglegt mark af arsenal vegna rangstæðu en boltinn kom af middlesboro manni. Síðan fengu þeir aukaspyrnu og Alli fyrrum arsenal maður var rangstæður en annar tók boltann og sendi hann fyrir og Alli sendi hann örugglega í netið. Þarna nýtti hann sér rangstöðuna og ætti markið þá ekki vera gilt.  En svona er boltinn í dag, ekkert gekk upp hjá mínum mönnum. 

Ég leit á þátt 4 4 2 og heyrði aðeins í snillingum sem eru þar og þeir voru mikið að tala um að Arsenal sé sprungið og eiga ekki möguleika á móti United og Chelsea.  Þeir töluðu um að Wenger hafi ekki keypt neitt af leikmönnum í janúar og breiddin er of lítil hjá liðinu.  Gæti verið rétt hjá þeim.  Það skín hrikalega í gegnum umræðuna hjá þeim að þeir eru að styðja önnur lið í deildinni og geta ekki verið hlutlausir í þessu.  Auðvitað myndi ég segja að 4 jafntefli er hrikalegt fyrir mína menn en ég get líka séð að heppnin er ekki með þeim.  Önnur lið sem eru að berjast um þetta eru að spila hrikalega vel og maður sér ekkert stöðva þessi lið, en ég ætla mér ekki að afskrifa þetta hjá mínum mönnum.

Það sem verður að laga er dómgæsla og verndun á leikmönnum. Þetta leit vel út hjá Arsenal með mannskap áður en Silva var klipptur niður.  Þessi dómgæsla er farin að skemma fyrir liðum og það þarf því miður að fara herða reglur svo lið þurfa ekki að vera með 4-5 menn í hverri stöðu, hvaða lið hefur efn á að borga mönnum 100.000 pund á viku. Ekki einu sinni United. 

Áfram Arsenal,

Guðmundur


Húsasmiðjan !!!

Ég fór í húsasmiðjuna með félaga mínum, hann var að versla eitthvað byggerídót, ég ákvað að kaupa mér eitthvað að drekka og var að teygja mig í 1/2 af coke, leit á verðmerkinguna og sá að þetta kostaði 160 kr.  Mér þykir þetta vera frekar dýrt þar sem ég kaupi 2 lítra í bónus á 88 - 125 krónur.  Því miður hef ég ekki verið að gera verðkannanir  í byggingavöruverslunum en hugsa núna hvort það sé ekki kominn tími til.  Ef álagning er sú sama og á kókinu þá versla ég annarstaðar í framtíðinni.

Guðmundur 


Formúlan !!!

Núna er kominn tími gleðinnar þegar Formúlan er að byrja aftur.  Þetta verður Ferrari ár og ég yrði ekki hissa ef mínir menn vinna tvöfalt í ár W00t  Eina sem ég er ekki alveg viss um, er betra fyrir mig að þetta sé á stöð 2 sport ??  Eina sem tryggir þetta er að þeir verða að sýna keppnina í opinni dagskrá, en þurfa þeir að sýna þættina sem þeir standa fyrir í opinni dagskrá ?? ég veit ekki, leyfi mér að efast um það. Það er svaka program í gangi núna og þeir virðast ætla að gera þetta flott í ár og af því vill maður ekki missa.  Það væri gaman að fá einhverjar upplýsingar um þetta ef einhver veit.

 Hérna er linkur til að sjá hvað þetta kostar og hvaða áskriftarleið þú vilt.

http://stod2.visir.is/?pageid=2051

Guðmundur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband