Hvað getun við gert ??

Ég var að hlusta á talsmann vörubílaeigenda og hann var að segja öllum að taka þátt í þessum mótmælum, ég spyr, hvernig á ég að gera það ??? Á ég að fara á mínum litla bíl og nota litlu flautuna mína ?? Er ekki spurning að gera eitthvað annað en stoppa umferð !!! Því miður kann ég ekki á svona lagað en ég tel þörf á framkvæmdum svo allir sjái hvert stefnir.  Hvernig er með verkalýðsfélögin, af hverju heyrist ekkert í þeim ??? Þau hafa verið að nota verkföll til að ýta undir hærri laun, er ekki rauða strikið fallið ???  Síðustu samningar voru bara fyrir þá sem skiptu ekki um starf í fyrra og fengu ekki kauphækkun.  Eina sem ríkið gerir er að auka tekjur ríkissjóðs til að stjórnin líti vel út og þeir þykjast framkvæma svo mikið en samt gengur allt hrikalega hægt, sjáum t.d. reykjanesbrautina.  Mér finnst eins og ríkisstjórnin haldi að við getum ekki snert þetta lið, en það ætti að vita hverjir eru að kjósa þetta lið á þing.  Ef ríkisstjórnin getur ekki gert neitt þegar það er undir pressu almúgans þá á hún að gera eitthvað þess á milli.  Ef ríkisstjórnin heldur að hún geti bara kennt okkur almúganum um, þá er það mikill misskilningur.  Hvernig væri að þeir fari að taka afleiðingum á misstökum sínum og segi af sér með skömm eins og við hin, ef einhver venjulegur launþegi geri misstök þá er hann rekinn, ef fyrirtækiseigandi gerir eitthvað vitlaust þá fer hann á hausinn, en ef alþingismaður gerir misstök, þá er það í lagi....hvernig stendur á því ???

Guðmundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband