Þjónusta, hversu góð á hún að vera ???

Þjónusta á Íslandi er fáránlega góð. Ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu síðan 1989 eftir töluvert flakk um landið.  Ég hef kynnst þjónustu út á landi sem er frekar rólegt þrátt fyrir einhverja hluti vanti, það var einna helst að mjólkurbúðin var aðal málið klukkan 18 á föstudögum. Þegar ég kem suður þá var allt frekar rólegt hér, matvörubúðir voru lokaðar um 18 og opnar stutt á laugardögum.  Kaupmaðurinn á horninu var til ef nauðsýn væri að fá eitthvað á rándýru verði. Núna erum við með allt opið langt fram á kvöld og sumar verslanir eru opnar 24/7 og enga kaupmenn. Því miður eru þessar verslanir að bjóða jafn dýrt verð og kaupmaðurinn á horninu, er einhver þörf á þessum opnunum ??? Þegar við erum að tala um kreppu, þá þurfum við að draga saman í þjónustu.  Eftir að ég fór að finna fyrir kreppu þá fór ég að hagræða í innkaupum og fækka ferðum í verslanir. Alveg sama hvaða verslun sem ég þarf að fara í get ég klárað fyrir kl 18. 

Hvatning okkar á að vera til lækkunar á vöruverði og ein leið þess er lokun verslana á eðlilegum tíma. Minni álagning og ekki veitir af.  Álagning hjá verslunum er nógu há núna þar sem gengið hefur farið upp um 40-45% Til að fólk skilja hvert ég er að fara með þetta sýni ég smá dæmi:

  • varan kostar úti 1000 + flutningur 200 + vsk 294 = 1494 x 100% álagning = 2988 (álagning er 1494)
  • varan kostar úti 1400 + flutningar 300 + vsk 416 = 2116 x 100% álagning = 4232 (álagning er 2116)
  • Munurinn er 622 krónur sem við borgum meira fyrir hlutinn, ætti álagning ekki að minnka hjá verslunum ????

Endilega skoðið hvort vara lækki þegar gengi fer niður, við erum einu aðilarnir sem getum sniðgengið vöru sem okkur þykir vera of dýrar. Ég mæli með sparnaðarsíðunnu hjá Dr. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva...kallinn kominn úr golfi og farinn að tuða aftur

Axel (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband