Var þetta æfing eða dómgreindarleysi ??

Hvert erum við að fara hér á landi, ég var einn af mörgum sem er búinn að fylgjast með þessum aðgerðum lögreglu í gær vegna vörubílstjóra.  Ég hef stutt þá í huga þessa ágætu vörubílstjóra og þykir gaman að sjá að það eru einhverjir sem þora eða hafa hugmyndaflug til að gera eitthvað. Aðferðirnar eru misgóðar og það er bara svoleiðis. Öll þessi læti eru því miður ekki búin leysa nein vandamál, það eru búnir að vera fundir á milli vörubílstjóra og ráðamanna ríkisstjórnar og Það var ekkert hægt að gera og það fóru allir þaðan ósáttir.  Er það kannski vendipunktur gærdagsins ??? Manni þykir leitt að sjá viðbrögð lögreglu (hvað sem hún kallar sig), ég er alveg klár á því að þetta eru ekki viðbrögð sem þyrftu til að leysa þetta upp í gær. Umfjöllun fjölmiðla var til þess að fólk hlykkjaðist á staðinn því þetta var spennandi að sjá lögregluna í þessari viðbragsstöðu.  Lögreglan missti alveg dómgreindina þarna og verð ég að lýsa vonbrigðum með það. Hvernig sem ráðamenn segja að þetta þyrfti til að halda reglu í landinu þá er ég viss um að það sé ekki alveg satt.  Ég neita að trúa því.  Ég sá ekki svona marga lögreglumenn þegar fólk var að hlekkja sig við tæki við Kárahnjúka.  Af hverju komu þeir ekki með víkingasveitina og piparúðan þá ???  Mér dettur ekki í hug að verja aðgerðir vörubílstjóra en ég er ekki sáttur við lögregluna og skemmdarverk þeirra á eigum annarra.  Það eins sem ég get leyft þeim núna er að njóta vafans því þeir eru ekki búnir að tjá sig nógu vel við fjölmiðla til að réttlæta hegðun sína.  Það má ekki bara hlusta á vörubílstjórana eina.

Ég sá Svanhildi Hólm fara hamförum gegn Sturlu í aukafréttum í gær og hún var nánast að segja að þetta séu orðin skrípalæti af hálfu vörubílstjóra.  Það var að vísu mín túlkun á þessu og mér finnst næsta skref hjá fréttamönnum að reikna út hvað þessu ágætu vörubílstjórar eru að mótmæla.  Alla vega það sem Sturla sagði í gær var Svanhildur ekki að trúa.

Alla vega finnst mér staðan vera þannig að við eigum von á meiri leiðindum og núna lítur þetta verr út fyrir lögregluna.  Þeir þurfa að undirbúa öll nýju tækin sín fyrir næsta stefnumót. 

Þegar ég var yngri þá sagði mamma mér ef einhver er tilbúinn í fæting við mig þá ætti ég að ganga í burtu.  Þetta ráð hennar hefur virkað vel.  Spurning hvort lögreglan eigi ekki bara að vera sýnileg og nota sektir.  Sleppum hörkunni því hún vindur alltaf upp á sig til verri vegar.

Guðmundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður pistill Guðmundur, hverju orði sannarri.

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Guð

Takk fyrir.

Guð, 24.4.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband